Skírnir - 01.01.1955, Síða 72
68
Jón R. Hjálmarsson
Skírnir
hins látna konungs, en konungsefni katólskra manna var ann-
ar sonur konungsins, Hans að nafni. Hann var enn þá í æsku,
en hafði hlotið katólskt uppeldi.
1 Noregi efndi Ólafur erkibiskup til ríkisráðsfundar að Búð
í Romsdal. Var fundur sá illa sóttur og skoðanir svo skiptar, að
ekki taldi erkihiskup fært, að gerðar væru sjálfstæðar ákvarðanir
um konungsefni. En margt var þar rætt og ráðgert um lands-
ins gagn og nauðsynjar, og miðuðu allar ályktanir fundarins
að sparnaði í ríkisbúskapnum og auknum völdrnn til handa
ríkisráðinu norska og þá sérstaklega að fá tryggðan ráðstöfunar-
réttinn yfir lénunum. Þrír ríkisráðsmenn héldu til Danmerk-
ur til þess að kjósa konung á sameiginlegum fundi með danska
ríkisráðinu. Erkibiskup fór hvergi, en bað þá að kjósa katólska
prinsinn. Er þessir norsku ríkisráðsmenn, sem að vísu voru
allir danskir að þjóðerni, þeir Klaus og Eske Bille og Vinsens
Lunge, komu til Danmerkur, varð ekkert af hinum boðaða
ríkisráðsfundi, því að þar í landi hafði brotizt út borgara-
styrjöld.
Þriðji aðilinn hafði blandað sér í málið og vildi leggja orð
í belg um það, hver yrði konungur í Danmörku og Noregi.
Það voru Lubeckingar. Þeir undu því illa, að danska ríkisráðið
hafði eftir sigurinn í uppreisn Kristjáns II. gert bandalag við
Niðurlönd, sem voru aðalkeppinautur þeirra á verzlunarsvið-
inu. I Lubeck hafði orðið stjórnarbylting, og höfðu frjálslyndir
borgarar komizt til valda. Vildu þeir nú sameina Norðurlönd
undir borgaralegri stjóm og studdu hinn fangelsaða Kristján
II. til konungs, sem og einnig danskir borgarar óskuðu eftir.
Verzlun Norðurlanda átti svo auðvitað að vera í höndum
Hansakaupmanna.
Vorið 1534 kom herforingi Lúbeckinga með herlið til Dan-
merkur. Hann hét Kristofer og var þýzkur greifi. Þessi síðasta
borgarastyrjöld í Danmörku er ávallt kennd við hann og kölluð
greifastriðið. Bændumir notuðu nú tækifærið og gerðu upp-
reisn gegn yfirstéttinni, sem átti jarðimar. Varð uppreisn sú
mjög til þess að þjappa aðalsmönnum betur saman og fylkja
þeim fastar um konungsefni sitt, Kristján hertoga. Um trúar-
skoðanir var ekki lengur spurt, því að hér var um hreina stétta-