Skírnir - 01.01.1955, Side 73
Skírnir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
69
baráttu að ræða, þar sem bændur og borgarar fylktu annars
vegar liði með Liibeck sér við hlið, en hins vegar aðallinn með
hjálp frá Holtsetalandi og ýmsum þýzkum furstum annars
staðar frá.
Viðburðir styrjaldar þessarar verða ekki raktir hér, en svo
fór brátt, að bændur og borgarar urðu að láta undan síga.
Józki aðallinn hyllti Kristján hertoga sem Kristján III. haustið
1534, og hinn nýi konungur sótti hratt fram og vann hérað
eftir hérað. Höfuðorrusta styrjaldarinnar stóð á öxnafjalli á
Fjóni sumarið 1535. Fóru Lubeckingar þar mjög halloka og
voru í rauninni upp frá því úr leik í þessmn átökum.
Bæirnir stóðu lengst gegn aðalshemum, en þeir urðu einnig
að láta í minni pokann hver á fætur öðrum. Að síðustu stóð
Kaupmannahöfn ein gegn ofureflinu, en einnig hún gafst upp
að lokum. Hinn 28. júní 1536 vom hlið hennar opnuð fyrir
herjrnn Kristjáns III.
Meðan ófriðurinn stóð sem hæst, hafði Vinsens Lunge rekið
erindi Kristjáns III. í Noregi. Hann hafði tekið þátt í að hylla
hann 1534 og taldi nú, að hann gæti unnið æðsta sessinn í
Noregi, þar sem fyrirsjáanlegt var, að katólska kirkjan væri
brátt úr sögunni og þar með erkibiskup sem æðsti maður lands-
ins. Honum tókst að ná höfuðsmannsembættinu á Akurshúsi
og fá ríkisráðsmenn sunnanfjalls til að viðurkenna Kristján
III. með því skilyrði, að hann héldi handfestingu föður síns.
Og eftir mætti spillti Vinsens á milli hins nýja konungs og
erkibiskups, svo að ekkert samkomulag komst á með þeim. En
brátt var aðstaða Kristjáns III. svo sterk í Danmörku, að hann
þurfti ekki að halda á tækifærissinnanum Vinsens sem milli-
göngumanni í Noregi. Haustið 1535 sendi hann Klaus Bille
sem fulltrúa sinn til að gera ráðstafanir um framtíð Noregs.
Hann fékk þegar með sér Vinsens Lunge og báða Austurlands-
biskupana og hélt til Niðaróss.
Ólafur erkibiskup hafði um skeið verið illa settur. Hann
hafði vonazt til, að Kristján II. kæmist aftur til valda, og samúð
hans hafði öll verið með honum, en aðallinn og Kristján III.
hafði nú um það bil unnið í styrjöldinni, er hér var komið.
En nú bárust óvænt gleðitíðindi, sem fylltu hug erkibiskups