Skírnir - 01.01.1955, Page 74
70
Jón R. Hjálmarsson
Stímir
nýrri von. Keisarinn, sem um skeið hafði verið önnum kaf-
in við að berja á sjóræningjum í Norður-Afríku, gaf sér nú
örlítinn tíma til að sinna málum Norðurlanda. Erkibiskupinn
bafði fengið bréf frá honum þess efnis, að Dórótea, elzta dóttir
Kristjáns II., hefði verið gefin katólskum greifa, Friðrik af
Pfalz, og hugðist nú keisarinn aðstoða greifann við að vinna
ríki tengdaföður síns. Erkibiskupinn lagði því með leynd á
ráðin.
Hann tók vingjarnlega á móti gestunum og virtist samþykk-
ur kröfum þeirra mn fyrirhugað konungskjör. En fljótt breyt-
ist veður í lofti. Hinn 3. janúar 1536 var Vinsens Lunge
skyndilega drepinn og hinum sendimönnunum varpað í fang-
elsi — allt samkvæmt úrskurði dómþings kórklerka og borgara
í Niðarósi, sem erkibiskup hafði leynilega kvatt saman.
Ólafur erkibiskup hafði gert uppreisn á ný. Hann gaf út
tilkynningu um það, sem gerzt hafði, og skoraði á norsku
þjóðina til uppreisnar og fylgis við Pfalzgreifann. Lið sitt sendi
erkibiskup til þess að hertaka Björgvinjarhús og Akurshús. Allt
leit vel út um stund, en áætlanir hans stóðust ekki. Hermenn
hans unnu ekki vígin, þjóðin hóf ekki uppreisn, og Pfalz-
greifinn og her hans lét ekki á sér bæra. Karl V. keisari varð
skyndilega önnum kafinn við nýja styrjöld gegn Frakklandi,
og engir aðrir, hvorki Hansabæir né Niðurlönd, fengust til að
veita greifanum fyigi.
Uppreisn erkibiskups var þannig andvana fædd, þótt góðar
horfur væru um hríð.
1 apríl 1536 sleppti hann himun dönsku herrum úr haldi
gegn því loforði, að þeir styddu engan annan til konungs en
þann, sem norska ríkisráðið í heild styddi.
Erkibiskup lofaði á móti að hylla Kristján III., þegar hann
hefði fengið uppgjöf saka fyrir þessa siðari uppreisn. En í júlí
féll Kaupmannahöfn, og í ágúst kom danska ríkisráðið siða-
skiptunum á og ákvað að fangelsa biskupana.
Konungur sá enga ástæðu lengur til að semja við Ólaf erki-
biskup. Hann gaf Eske Bille skipun um að leggja erkibiskups-
dæmið undir sig með vopnavaldi. Erkibiskup hugðist fyrst
veita mótstöðu og vígbjóst. En er hersveitir Eske Bille höfðu