Skírnir - 01.01.1955, Side 75
Skírnir
Síðasti erkibiskupinn í Niðarósi
71
með mestu harðneskju gegn allri alþýðu og sérstaklega prest-
um lagt alla Mæri undir sig og nálguðust Þrændalög, breytti
hann fyrirætlunum sínum. Hinn 13. apríl sigldi hann á skipi
sínu frá Niðarósi og stefndi til hafs. Nokkru síðar kom hann
til Niðurlanda og settist þar að í hænum Lier, sem áður hafði
hýst útlagann Kristján II. Þar andaðist Ölafur Engilbertsson,
síðasti erkibiskupinn á hinum merka Niðarósserkistóli og síð-
asti baráttumaðurinn fyrir sjálfstæði Noregs um langa hríð,
tæpu ári síðar, einmana og yfirgefinn.
Sem fyrr hefur verið drepið á, var það ein af fyrstu kirkju-
legum athöfnum Ölafs, eftir að hann kom heim sem erkibiskup,
að vígja síðasta katólska biskupinn á Hólum, Jón Arason. Hin
síðasta kirkjulega athöfn, sem kunnugt er um, að hann fram-
kvæmdi, varðaði einnig Island, en það var, er hann vígði síð-
asta katólska biskupinn til Skálholts, Sigmund Eyjólfsson,
systurson Ögmundar biskups Pálssonar, á Maríumessu hinn
25. marz 1537.
Sigmundur Eyjólfsson bar þó ekki gæfu til langs biskups-
dóms, því að hann andaðist í Niðarósi nokknnn vikum eftir
vígsluna.
Þá Ólafur erkibiskup flýði land, hafði Noregur fyrir nokkru
verið þurrkaður út úr tölu sjálfstæðra ríkja. I handfestingu
sinni til danska ríkisráðsins 30. okt. 1536 hafði Kristján III.
kveðið upp þann dóm, að þar sem íbúar Noregs væru orðnir
svo snauðir, að þeir megnuðu ekki að bera þann kostnað, sem
fylgdi því að halda uppi sjálfstæðu ríki með sérstökmn kon-
ungi og einnig þar sem nokkrir hinna norsku ríkisráðsmanna
með Ölaf erkibiskup í broddi fylkingar, hefðu hvað eftir annað
gert uppreisn og svikið konung sinn, vildi Kristján III. heita
hinu danska ríkisráði því, að hér eitir skyldi Noregur vera
undir hinrnn danska konungi, ekki sem sérstakt ríki, heldur
sem hver annar landshluti á borð við Jótland, Fjón eða Sjá-
land um aldir alda.
Helztu heimildarrit:
Halvdan Koht: Olav Engelbrektsson og sjölfstendetapet 1537. Oslo 1951.
A. Holmsen og M. Jensen: Norges historie I. Oslo 1949.