Skírnir - 01.01.1955, Page 76
EINAR ÓL. SVEINSSON:
H. C. ANDERSEN.
Ræða flutt á afmæli skáldsins 5. apríl 1955.
1 dag er minnzt hálfrar annarrar aldar afmælis danska
skáldsins H. C. Andersens. ÞaS lætur að líkindum, að hátíð
þessi sé haldin víða, því að H. C. Andersen er kimnur, lesinn,
elskaður um allan heim. Einnig hér er hann kunnur, einnig
vér, sem búum við hið yzta haf, höfum nafn hans í heiðri.
Oss finnst vér eiga nokkuð í honum, ekki síður en aðrir. Margt
af því, sem hann skapaði, hefur orðið eign vor á þann hátt, að
fátt eitt, sem útlendir menn hafa gert, er eign vor í svo ríkum
mæli.
Þegar vér Islendingar minnumst H. C. Andersens, þá
hvarfla í hugann skipti vor við skáldið. Og eins og vant er
um skáld, hafa þau verið á þann hátt, að skáldið gaf og les-
endur tóku við. Eins og aðrar þjóðir höfum vér skotið eign
vorri á verk hans með því að snúa þeim á vora tungu. Það á
sér langa sögu. Fyrir meira en öld heillaðist Jónas Hallgríms-
son af ævintýrum hans, og síðasta árið, sem hann lifði, samdi
hann meistaralega upp á íslenzku „Kærestefolkene“ eftir
Andersen; það heitir „Leggur og skel“. Síðan koma þýðingar
Steingríms Thorsteinssonar á ævintýrunum, skyldar anda
skáldsins, mótaðar af svipuðu samhlandi kímni og viðkvæmni.
Þar á eftir koma viðbótarsöfn, þýdd af ýmsum, allt fram á allra
síðustu ár, svo að auðsætt er, að vinsældir Andersens hér á
landi hafa ekki þorrið.
En auk þess sem Islendingar hafa fært sér í nyt gjafir
Andersens, hafa þeir og lagt nokkuð til hans, og jafnan gott.
Þeir, sem lesið hafa „Mit livs eventyr“, munu minnast frá-
sagnarinnar af því, þegar Finnur Magnússon stanzaði Ander-