Skírnir - 01.01.1955, Síða 77
Skímir
H. C. Andersen
73
sen á götu til að þakka honuxn fyrir ferðabókina „En digters
bazar“. Það þótti skáldinu vænt um.
Til er kvæðisuppkast, „Tak for Snedronningen, til Hr. H. C.
Andersen“, eftir Jónas Hallgrímsson, hlýlegt, glens og alvara.
Merkilegri eru þó hin alkunnu orð Jónasar, er hann mælti,
þegar einhverjir voru að hnjóða í Andersen: „Látið þið hann
Andra minn vera“.
Þá hafa og Islendingar löngum verið hreyknir af ritdómi
Gríms Thomsens í Dansk Maanedsskrift. Hann er nú réttra
hundrað ára, kom út, þegar Andersen var að ljúka fimmtugasta
ári sínu. Þeir, sem hafa gaman af að vita, hve mikils Andersen
þótti um hann vert, geta séð það í „Mit livs eventyr“, loka-
kaflanum.
Þannig minnast fslendingar skipta sinna við skáldið með
gleði; með gleði taka þeir þátt í afmælisfagnaði hans.
Skáldið segir á einum stað, að enskur rithöfundur hafi kall-
að hann „The child of fortune“, barn gæfunnar. „Hve ham-
ingjusamur er Andersen“, segir Georg Brandes. Sjálft vottar
skáldið þennan sama skilning, hann gengur eins og rauður
þráður gegnum ævisögu hans. 1 fyrstu ferð sinni, þegar hann
steig á land á Sjálandi, finnur hann til þess, hve hann er
óttalega einmana, en hann trúir á guð og lukku sína. Aftur
og aftur koma þessi orð fyrir saman hjá honum; þetta er ein-
hver frumstæð, einkennileg, ósigrandi tilfinning. Hún er skot-
silfur hans út á lífsleiðina, og hún endist honum, þangað til
hann lokar augunmn í síðasta sinn sjötugur öldungur. En nú
getur gæfu manna verið margvíslega farið; Andersen var ólíkur
flestum öðrum mönnum, og gæfa hans var þá líka með sér-
stöku móti.
Frá æsku sinni hafði Andersen að minnast sárustu ör-
birgðar og eymdar. „Det er sá tungt at se skjæbnen under ojne,
en bruker hrændevin, en andan bruker logne, og sá brukte vi
eventyr“, segir Ibsen. Afi Andersens var geðveikur, faðir hans
barðist þungri baráttu, og hann notaði ævintýr, móðir hans
notaði brennivín. Þetta eru aðeins dæmi um þá e}mid,
sem hann er sprottinn úr. Andersen var móðrn- sinni alltaf