Skírnir - 01.01.1955, Page 78
74
Einar Öl. Sveinsson
Skimir
góður sonur, og hann reyndi eftir megni að hjálpa henni, en
auðséð er, að hrollur hefur stundum farið um hann, þegar
hann hugsaði til þeirra undirheima, sem hann var kominn
frá. Og hann óttaðist arfinn frá afa sínum, og ekki að ástæðu-
lausu. En þessi hrollur var á hinn bóginn svo sem lögeggjan,
að brjótast upp og fram á við. En vel er vert að hafa í huga,
að á æskuárum og fyrstu Hafnarárum öðlaðist Andersen fá-
gæta reynslu. Hann þekkti sjálfur þau svið mannlífs og þjóð-
félags, sem flest önnur skáld þekktu aðeins af bókum. Áður en
langt um leið, bætti hann við kynnum af æðri stéttunum,
jafnvel aðli og kóngum, svo að hann, hinn barnslegasti af
dönskum skáldum, hafði í rauninni víðtækari þekkingu af
mannlífi og þjóðlífi en allir hinir.
Fyrstu Hafnarárin voru mjög erfið. Margir litu á þennan
slánalega draumóradreng sem hálfgert fífl. Vonin um að kom-
ast á Konunglega leikhúsið brást, leikritin, sem hann sendi því
aftur og aftur, fékk hann í höfuðið með vægðarlausum dóm-
um. Hann lifði á hónbjörgum og samskotum, og stundum
þoldi hann sult. Vandséð er, hvernig farið hefði, ef göfug-
mennið Jonas Collin hefði ekki tekið hann að sér. Þar sem
Collinsfjölskyldan var, fékk hann lífakkeri, sem aldrei brást.
Hitt er svo annað mál, að þessi fágaða borgarafjölskylda, sem
hafði Johann Ludvig Heiberg fyrir æðsta prest í skáldskap,
hefur varla skilið vel náttúrugáfu hans. Víst er, að þó að öll
vilji þau honum vel, líður homnn oft illa með þeim: „Heima
bíður mín ekkert gott, þaðan kemur engin gleði, þar hef ég
verið spottaður, hæddur, svikinn, af henni, honum, öllurn11,
segir hann, en bætir þó við, „að undantekinni frú La:ssöe,
Jette, Christian og ef til vill föðurnum (þ. e. Jonasi Collin).“
Það er enginn efi á, að þessi ár hafa gengið mjög nærri hon-
um, en hann átti vonina, trúna á heillastjörnuna, hann bug-
aðist aldrei, og hve smáum augum sem sumir hafa litið á
þessa hlálegu fígúru, sem þeim þótti vera, þá hefur þó þetta
náttúrubarn með hrifningu sinni átt sína töfra og hefur haft
einkennileg áhrif á suma menn. Sem dæmi má nefna H. C.
0rsted eðlisfræðing, sem snemma verður vinveittur og hjálp-
samur Andersen og hefur mikil áhrif á hann. Einnig má nefna