Skírnir - 01.01.1955, Side 80
76
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
Því að í þeim bemur vissulega fram sakleysi dúfunnar, en
einnig meira en menn varir af vizku höggormsins. Ævintýrin
fóru nú sem eldur í sinu úr einu landi í annað, voru þýdd
á fjölda mála og öfluðu sbáldinu loks fullkominnar viðurkenn-
ingar og heimsfrægðar.
Ekki verður því neitað, að vegur skáldsins til bókmennta-
frama var þymum stráður. Gagnrýnendur í Danmörku lof-
uðu hann fyrir eitt og annað, en eigi að síður hygg ég ekki
verði hrakinn heildardómur Pauls Y. Rubows, þegar hann
talar um „den—som man dog til sidst má indromme—umáde-
lige mangel pá forstáelse som samtiden bod ham“. Þegar fyTsta
ævintýraheftið kom út, segir hann, að kunningi hans hafi
kvartað yfir, að hann skuli fást við annan eins barnaskap.
En eitt er, þó að gagnrýnendur segðu meiningu sína um bæk-
ur hans, hitt hefur honum, sem ekki gerði flugu mein, þótt
sárara, þegar menn voru upp úr þurru að spotta hann sjálf-
an, eins og Hertz gerði í „Gengangerbreve“, Kierkegaard í „Af
en endnu levendes papirer“, og Heiberg (sem annars hafði
áður veitt honum lið) í „En sjæl efter doden“. Og ég get ekki
stillt mig um að geta þess, að mér finnst bókmenntapáfinn
Heiberg hafa furðu lítið á hjarta, að hann skuli í þessari dóms-
dagspredikun sinni vera að hafa fyrir að hæðast að ferðalög-
um Andersens. Andersen segir á einum stað, að þegar hann
kom heim til Kaupmannahafnar, heyrði hann mann tala mn
sig sem „vor udenlansk beromtc oranggutang“. En hér fór sem
títt er með smáum þjóðum, að þó að menn hafi komið sér saman
um, að einhver sé „oranggutang“, þá fyrnist það þó, þegar sá
hinn sami hefur hlotið trausta frægð með stórþjóðum. Og svo
getur þá borið við á hinn bóginn, að menn, sem þá þóttu góð-
skáld heima fyrir, séu nú ókunn utan við landsteinana nema
vegna afskipta sinna af Andersen, og maður getur orðið kunn-
ur úti í heimi, af því að hann vildi ekki láta Andersen þúa sig,
þó að sá hinn sami væri ella ókunnur þar öðrum en fáum sér-
færðingum.
Menn hneyksluðust í heimalandi Andersens mjög að því,
hve hann naut innilega frægðarinnar, hve hégómlegur hann
var, að því er það var ballað, hversu hann tók feginshendi