Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 82
78
Einar Ól. Sveinsson
SMrnir
dauða hluti lifa, lætur dýr tala; þau verða af sjálfu sér að
fullgildum persónum.
Ævintýraformið varð nú hinn rétti leikvöllur fyrir barns-
hug hans, en þar komst einnig að reynsla hans, hin víðtæku
kynni af margvíslegum lífskjörum, sem þetta barn og þessi
skyggni maður hafði öðlazt, því að hann var hvort tveggja í
senn. Ein megintaugin milli ýkjunnar og veruleikans var án
efa lífs- og náttúruskoðun H. C. 0rsteds, sem rann saman við
frumstæðan, alþýðlegan hugsunarhátt ævintýranna eða dul-
klæddist honum. Ævintýrið leyfði það, sem við mundum
kalla expressionisma, sem hentaði skáldinu til að láta megin-
atriðin koma fram í skarpleik sínum, eins og meginatriði birt-
ast í goðsögunni. Aukaatriði veruleikans hverfa, hætta að villa
sýn og tefja, hinn djúpi, einfaldi sannleikur birtist í mætti sín-
um í skýrum táknmyndum.
Þá verða ævintýrin frábær leikvöllur fyrir kímni Andersens.
Þegar menn lesa þau, má vera, að menn veiti fyrst athygli
hinu barnslega, en ekki fer hjá því, að brátt taki menn eftir
hinu mikla tvísæi og undirhyggju stílsins. Um þetta hefur
Grímur Thomsen kveðið svo að orði: „Ævintýrið heldur glatt
dómþing yfir sýnd og veruleika, skurn og kjarna. Það eru
tveir straumar í því: Yfirhorðið er gamansamlegt, svo sem
leikið sé og glensað um allt, stórt og smátt. . . . og svo er undir-
straumur djúprar alvöru, sem segir fullan sann á hlutunum“.
Kímni Andersens hefur sjálfsagt verið meðfæddur, danskur
eiginleiki, sem hefur fengið fágun og mótun í umhverfi Collin-
anna, í Hafnarlífinu. Oft hefur þessi kímni átt rætur að
rekja til ertni manna og áleitni, sem Andersen hefur tekið
nærri sér; hvarvetna getur að líta, að skáldið vinnur eins og
skelin, sem spinnur dýrustu perlur utan um sandkorn, sem
særðu hana og angruðu. Og það er einmitt hin mikla ham-
ingja hans að geta breytt öllu, sem hrærði huga hans, í hreinan
skáldskap, hinu tímabundna í nokknð, sem hefur ævarandi
gildi, hinu staðbundna í nokkuð, sem hefur almennt mannlegt
verðmæti.
Anatole France sagði eitt sinn: la pitié est le fond méme du
génie, meðaumkunin er sjálfur grundvöllur snilligáfimnar.