Skírnir - 01.01.1955, Side 87
Skírnir
Samræming framburðar
83
Af því, sem nú hefir verið sagt, má marka, að sköpun sér-
stakra ríkismála og þá jafnframt samræming framhurðar á
rætur að rekja til allt annarra aðstæðna en þeirra, sem hér
eru í málsfarsefnum. Hér er að vísu nokkur munur á máli
í einstökum byggðarlögum, einna helzt á framburði, en
einnig á merkingarforða og orðaforða. Beygingarmunur er
svo til enginn að öðru leyti en því, að kynmunur orða er
nokkur. Þessi munur er allur merkilegur frá sjónarhól mál-
vísinda, og vitanlega er mikill fengur að rannsóknum á hon-
um. En þessi mismunur er hér ekkert félagslegt vandamál
eins og víða annars staðar. Af honum skapast engin vandræði
fyrir þegnana. Hér skilja allir alla. Samræming framburðar
er því ekki félagslegt nauðsynjamál hér.
Hver er þá sú hugsun, sem liggur til grundvallar tillögum
um samræmingu íslenzks framburðar? Mér hefir skilizt, að
tvennt vaki einkanlega fyrir þeim mönnum, sem að þessum
málum hafa unnið. Hið fyrra er tilraun til þess að sporna við
breytingum á íslenzkri tungu. Hið síðara er viðleitni til þess
að fegra málið. Hér eru þannig ekki á ferðinni vísindaleg
sjónarmið, né heldur hagnýt sjónarmið. Hér er um að ræða
siðferðileg sjónarmið, tiltekna tegund málvöndunarstefnu.
Þetta vil ég taka skilmerkilega fram, svo að mönnum verði
ljóst, að það er fögur hugsun, sem liggur að baki tillögum
um samræmingu íslenzks framburðar. Ég tel mér sérstak-
lega skylt að gera þetta sökum þess, að ég er í hópi þeirra,
sem skemmst vilja ganga í þessum málum. En þessi afstaða
mín er ekki sprottin af því, að ég væni samræmingarmenn
um illar hvatir. Ég veit, að stefna þeirra á upptök sín í ást
á íslenzkri tungu. En ég hygg hins vegar, að þessi ást geti
orðið tungunni fjötur um fót og heft þróun hennar, á sama
hátt og móðurástin getur dregið úr sjálfstæði og þroska barns,
ef hún fer út í öfgar. Með þessu vil ég þó ekki segja, að ég
sé andvígur allri samræmingu framburðar, heldur tel ég
hyggilegt að fara hægt og beita allri gát. Vík ég betur að þessu
siðar.
En samræmingarhugsjónin á sér einnig aðrar rætur. Hún
er barn vorra tíma. Vér lifum á tímum mikilla breytinga á