Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 88
84
Halldór Halldórsson
Skirnir
þjóðfélagsháttum. Skipulagning er eitt helzta vígorð vorra
tima. Sé það fjarri mér að ræða um stjórnmál. Ég hygg, að
allir viðurkenni nauðsyn skipulagningar að tilteknu marki,
hverja afstöðu sem þeir annars kunna að hafa til stjórnmála.
Hins vegar eru skoðanir skiptar um það, hve víðtæk skipu-
lagningin skuli vera. Stefna mín í málfarsefnum er sú, að ég
tel, að nokkur skipulagning sé nauðsynleg, en varast skuli
þó að trúa um of á gildi hennar. Og mér er ekki grunlaust,
nema þessarar ofsatrúar gæti hjá sumum á fslandi nú. Ég
tel, að nú ríði um fram allt á skipulagningu í nýyrðasmíð.
Vorri kynslóð er lögð sú skylda á herðar að laga tunguna að
nýjum menningarháttum. Framtíð tungunnar og menning
þjóðarinnar er að verulegu leyti undir því komin, að þetta
takist vel. Mismunur framburðar í einstökum héruðum skiptir
miklu minna máli. En þótt skipulagning af þessu tæi sé nauð-
synleg, er allt um það rétt að gera sér ljóst, að skipulagning
er í sjálfu sér ekki æskilegt markmið. Hún er eða á að vera
leið að marki. Bezt væri að þurfa sem minnst á henni að
halda og grípa ekki til hennar, nema nauðsyn krefji.
Eitt helzta aðalsmark íslenzkrar tungu er það, hve heilleg
hún er, ef svo má að orði kveða. Ég á ekki aðeins við það,
hve lítill munur er á máli í einstökum landshlutum, heldur
engu síður við hitt, hve lítill munur er á máli einstakra stétta.
Víða erlendis má ráða það af málfari manna, hversu hátt
þeir standa í mannfélagsstiganum. Sem betur fer, er þetta
ókunnugt fyrirbæri hér. Vmsir útlendingar, sem hingað koma
til þess að kynna sér íslenzka tungu, undrast það, að íslenzkir
hændur skuli tala gott mál. Þeir hafa vanizt því í föðurlandi
sínu, að bændur tali mállýzkur, sem litið er niður á og taldar
eru bera vitni um menntunarskort. Þeir eru forviða, þegar
þeim er ráðið að taka sér íslenzka bændur til fyrirmyndar
um meðferð íslenzkrar tungu. Og þeir reka upp stór augu,
þegar þeim er sagt, að meðalgreindur íslenzkur bóndi tali
betra mál en venjulegur íslenzkur menntamaður. Þessi undrun
erlendra menntamann er vel skiljanleg. Þeir hafa vanizt ríkis-
máli, sem kennt er í skólum, en er ekki hið eðlilega móður-
mál vel flestra þegnanna. Hér á íslandi búum vér hins vegar