Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 89
Skírnir
Samræmmg framburðar
85
við þau ákjósanlegu skilyrði í málfarsefnum, að vér getum
talað móðurmál vort frá vöggu til grafar. Vér þurfum ekki
að læra aðra íslenzku í skólimum en þá, sem vér lærum á
heimilunum.
Nú þætti mér ekki undarlegt, þótt einhver spyrði, hvað
þessar hugleiðingar kæmu í rauninni við samræmingu fram-
brnðar. En ef betur er að gætt, kemur í ljós, að nú erum við
einmitt komin að kjarna málsins. Ef samræmd yrðu nokkur
framburðaratriði, einkum ef samræmingin beindist að því að
útrýma algengum framburðareinkennum, hlytu afleiðingarnar
að verða þær, að flestir yrðu að einhverju leyti að breyta
framburði þeim, sem þeir lærðu í bernsku. Þeir þyrflu með
öðrum orðiun að læra að þessu leyti aðra íslenzku en þá, sem
þeir námu á barnsaldri í heimahúsum, þeir þyrftu að læra
íslenzkan framburð á sama hátt og þeir læra framburð er-
lendra tungumála.
Samræming framburðar í verulegum mæli mundi einnig
stuðla að því að gefa félagslegum hleypidómum byr undir
báða vængi. Það gefur augaleið, að litið yrði niður á þá, sem
ekki notuðu samræmdan framburð. Þeir yrðu taldir tala
óvandað mál, oft ef til vill að ástæðulausu. Islenzkur bóndi,
sem kynni íslenzku margfalt betur en skólagengin reykvísk
búðarloka, yrrði af fávísum fordildarmönnum talinn tala
óvandaðra mál, af því að hann færi ekki eftir einhverjum
fyrirskipunum rnn ríkisframburð. Samræmingin gæti þannig
skapað ástand, sem væri í algeru ósamræmi við þá hugsjón,
sem liggur henni til grundvallar. Hún gæti ruglað dómgreind
manna um það, hvað væri í rauninni vandað mál, og hún
gæti ýtt undir ýmiss konar fordild og hégómaskap, sem að-
eins gæti orðið tungunni til óþurftar. Við eigum þegar nægjan-
legt af menntafordild, þótt ekki sé gerður leikur að því að
skapa henni betri skilyrði. Þetta atriði virðist mér veigamikil
röksemd á móti samræmingu framburðar í verulegum mæli.
Ég hygg, að sköpun yfirstéttarmáls, þar sem engin þörf er
á yfirstéttarmáli, sé ekki einungis óþarfi, heldur geti haft
hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir íslenzka tungu. Við skul-
mn hugsa okkur leikara, sem lærði afburða-vel að segja á