Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 90
86
Halldór Halldórsson
Skirnir
norðlenzka vísu [a:phi], [ga:tha], [tha:kha], en jafnframt sunn-
lenzkan bónda, sem segði [a:þi], [ga:$a], [tha:ga]. Ef norð-
lenzki framburðurinn yrði fyrirskipaður, myndi smátt og
smátt skapast það almenningsálit, að hann væri „réttari“, og
samkvæmt þvi myndi leikarinn tala „réttara“ mál að þessu
leyti en sunnlenzki bóndinn. En allt um það kynni sunn-
lenzki bóndinn að vera snillingur í meðferð tungunnar að
öðru leyti, en leikarinn bögubósi utan leiksviðs. Samræm-
ing framburðar gæti þannig orðið til þess, að menn tækju að
ofmeta þátt framburðarins, en vanmeta aðra þætti, sem ef
til vill skipta meira máli fyrir vöndun tungunnar. Og þá
væri verr af stað farið en heima setið.
Ég vona, að mönnum sé nú ljóst, að ég vil ekki, að hrapað
sé að neinu um samræmingu framburðar, heldur sé gætilega
farið í þeim efnum. Ég vona einnig, að ljóst sé, af hvaða
toga þessi afstaða mín er spunnin. Þetta merkir þó engan veg-
inn það, að ég vilji láta allt reka á reiðanum í framburðar-
málum. Ég tel einmitt, að taka eigi þau allföstum tökum, en
lífsnauðsyn sé að forðast allan einstrengingsskap.
Sterkustu rökin um nauðsyn íhlutunar um þróun íslenzks
framburðar eru þau, að líkur eru til þess, að framburðurinn
samræmist af sjálfu sér, ef engar skorður yrðu við reistar.
Þau öfl, sem stuðla að samræmingu, hafa styrkzt. Skólasókn
er nú stórrnn meiri en nokkru sinni fyrr, og í skólunum verða
menn fyrir miklum framburðaráhrifum frá félögum sínum.
Margir leggja niður þau framburðareinkenni, sem tíðkast í
byggðarlögum þeirra, og taka upp annan framburð, sem al-
gengari er. Ég þekki t. d. marga Vestfirðinga, sem lagt hafa
niður vestfirzka einhljóðaframburðinn á skólaárunum, þótt til
séu þeir, sem tekizt hefir að varðveita sitt vestfirzka tungutak.
En það eru fleiri öfl en skólarnir, sem stuðla að þessu sama.
Ríkisútvarpið þrumar daglangt á mörgum heimilum og hlýtur
að hafa áhrif í samræmingarátt. Fólk hópast í þéttbýlið, og
þar samræmist framburður einstaklinganna smátt og smátt.
Auðvitað tekur það nokkurn tíma, en þegar til lengdar lætur,
hlýtur framburðurinn að samræmast, hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Einmitt af þessum sökum kynni að vera