Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 91
Skírnir
Saxnræming framburðar
87
ástæða til, að þjóðfélagið reyndi að hafa hönd í bagga, með
hverjum hætti samræmingin yrði, úr því að líkur eru til, að
hún komi, hvort sem er. Þetta sjónarmið var Birni Guðfinns-
syni vel ljóst. Honum farast svo orð:
Sumir munu vera andvígir hvers konar samræmingu
á framburði. Vilja þeir leyfa málinu að þróast sem mest
án íhlutunar. Um þetta sjónarmið má auðvitað deila. En
í því sambandi verður að hafa hugfast, að ákveðin
samræming er áð fara fram. Hinn eldri framburður er
hvarvetna á undanhaldi, og verði málið lótið afskipta-
laust, getur ekki liðið langm- timi, unz t. d. Au-framburður
sigrar /zu-frambmð, linmæli sigrar harðmæli og flámæli
útrýmir réttmæli. Mun að minnsta kosti enginn hljóð-
fræðingur, sem kynni hefm af þróun framburðarins,
ganga dulinn þessara úrslita. — Við verðum því að gera
upp við okkur, hvort við kjósmn heldur að stuðla óbein-
línis: með aðgerðarleysi — að þessari samræmingu eða
viljum beinlínis: með þeim ráðum, sem tiltæk eru, -—-
hlutast til rnn, hvaða framburður verði ríkjandi í málinu.
Að vísu mun framburðurinn ævinlega taka nokkrum
breytingum, en við getum ráðið miklu um gang þeirra,
ef við fylgjumst vel með þróuninni á hverjum tíma.1)
En ef gerðar eru tillögm um samræmingu frambmðar, ber
nauðsyn til, að þær eigi sér styrka stoð í almenningsáliti. Við
vitrnn það, að lög, sem ekki eru í samræmi við réttarvitund
þjóðarinnar, eru hunzuð og þverbrotin, t. d. áfengislöggjöfin
og skattalöggjöfin. Ég hefi grun um, að hið sama gerðist, ef
settar yrðu framburðarreglur, sem væru í ósamræmi við fram-
burð mikils meirihluta þjóðarinnar. Mig grunar, að dr. Birni
Guðfinnssyni hafi ekki verið þetta atriði nægilega ljóst. Ég
þekki aðeins eitt framburðareinkenni, sem vel flestir Islend-
ingar eru sammála um, að útrýma beri. Þetta einkenni er
hljöSvillan eða flámœliS öðru nafni. Að hljóðvillunni ætti nú
að stefna skeytum. Vík ég nánara að því atriði siðar.
1) Breytingar, bls. 59—60.