Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 92
88
Halldór Halldórsson
Skírnir
Fræðslumálastjómin hefir um nokkurra ára skeið haft á
prjónunum fyrirætlanir tun útgáfu reglna um íslenzkan fram-
burð. Svo mun hafa verið ráð fyrir gert, þegar fræðslumála-
stjóm styrkti Björn Guðfinnsson til framburðarrannsókna, að
hann gerði, að rannsóknum loknum, tillögur um samræm-
ingu framburðar. Þessar tillögur birti dr. Björn í bók sinni
Breytingum á framburSi og stafsetningu. Tillögur hans eru
á þessa leið:
I. Samræma skal í aðalatriðum íslenzkan nútíðarframburð,
enda gmndvallist samræmingin á úrvali úr lifandi mál-
lýzkum, en ekki endurlífgun foms framburðar, sem horf-
inn er með öllu úr málinu.
II. Velja skal til samræmingar að svo stöddu
1) réttmæli sérhljöSa,
2) hv-framburS, kringdan og ókringdan,
3) harSmæli,
en hafna þá jafnframt flámæli, kv-framburSi og linmœli.
Samkvæmt þessu skal t. d. bera fram
1) lifa, muna, vera, för [li:va, my:na, ve:ra, fö:r], en
ekki lefa, möna, vzra, fzzr [li:va, myna, ve:ra, fö:r].
2) /zualur, /zzzítur, /wolpur [y(w)a:lvr, %(w)i:thyr, x<w>31pyc]5
en ekki /:nalur, Æzzítur, /czjolpur [khva:lvr, khvi:thyr,
khvolpYr].
3) ta/za, láía, sækja, a/ca [tha:pha, lau:tha, sai:kjha, a:kha],
en ekki taöa, láz/a, sæ-g/a, a-ga [tha:þa, lau:f]a,
sahgja, a:ga].
III. Jafnhliða þessari samræmingu skal stuðla að varðveizlu
ýmissa fomra og fagurra mállýzkna, sem enn ber nokkuð
á í landinu og komið gæti til greina, að síðar yrðu felldar
inn í hinn samræmda framburð. Nefni ég sérstaklega til
rn-, rl-framburSinn skaftfellska og raddaSa framburSinn
„norðlenzka".1)
Mér er ókunnugt um það, hvert var álit fræðslumálastjómar
á þessum tillögum, en vitanlega leitaði hún álits dómhærra
manna um framburðarmálin. Á fundi Heimspekideildar Há-
1) Breytingar, bls. 57—58.