Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 96
92
Halldór Halldórsson
Skirnir
Þess ber að geta, að af einhverri vangá hefir raddáSi fram-
burSurinn norSlenzki í orðum eins og stúlka fallið niður úr
5. grein, en honum verður áreiðanlega skotið þangað inn, ef
reglur þessar eða aðrar svipaðar verða út gefnar.
Annar kafli framburðartillagna Heimspekideildar fjallar um
framkvæmd framburðarmálanna. Þar er gert ráð fyrir, að
kennaraefni, sem stunda nám við Háskóla fslands og Kennara-
skóla fslands, hljóti kennslu í íslenzkri hljóðfræði. Er þetta
raunar ekki breyting frá því, sem nú er. Þá er móðurmáls-
kennurum gert að skyldu að stuðla að vönduðmn framburði
nemenda og varðveizlu staðbundinna framburðareinkenna,
sem um ræðir í 5. grein reglnanna. Þá er gert ráð fyrir, að
barnaskólar láti árlega fram fara athugun á framburði nýrra
nemenda með sérstakri hliðsjón af því, hvort þeir eru hljóð-
villtir. Reynt skal að lagfæra hljóðvillu nemenda í sambandi
við lestrarkennslu, og halda skal sérstök framburðarnámskeið
fyrir hljóðvillta nemendur, ef þörf krefur. Stórn Þjóðleikhúss-
ins og dagskrárstjórn Ríkisútvarpsins er gert að skyldu, sam-
kvæmt tillögunum, að sjá mn, að hljóðvilltir menn komi ekki
fram, og Guðfræðideild Háskólans skal sjá um, að hljóðvilltir
nemendur fái tilsögn í réttum framburði.
Þá fylgja Álitinu athugasemdir, og eru þar skilgreind hug-
tök, sem notuð eru i tillögunmn, og sýnd hljóðrituð dæmi um
æskilegan og óæskilegan framburð. Álitið hefir verið borið
undir nokkra menn. Þeir Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálms-
son hafa samþykkt það í flestum greinum, en gert við það smá-
vægilegar athugasemdir, sem vafalaust verður samkomulag
um. Þá hafa þeir Stefán Einarsson prófessor og Freysteinn
Gunnarsson skólastjóri lýst sig samþykka Álitinu í öllum
atriðum. Það má því gera ráð fyrir því, að fræðslumálastjóri
leggi innan skamms tillögur, sem í öllum aðalatriðum verða
í samræmi við Álitið, fyrir Menntamálaráðuneyti og óski
eftir því, að gefnar verði út reglur rnn íslenzkan framburð í
þessum anda. Um afstöðu ráðuneytisins er vitanlega ókunnugt
enn.
Ef þær framburðarreglur, sem nú hafa verið raktar, eða
aðrar svipaðar skyldu verða staðfestar af yfirstjórn mennta-