Skírnir - 01.01.1955, Síða 97
Skímir
Samræming framburðar
93
mála, skapast við það erfið vandamál fyrir ýmsa aðilja. Aðal-
vandinn yrði þó barnakennarastéttinni á herðar lagður, því
að framburðarkennslan myndi einkanlega mæða á henni. Ef
breyta á framburði fólks, er áreiðanlega bezt, að það sé gert
á unga aldri. Bamakennurum yrði lögð sú skylda á herðar
að leiðrétta hljóðvillu barna, og þeir hefðu einnig heimild til
þess að kenna nemendum sínum harðmælisframburð og hv-
framburð, auk þess sem þeim bæri að stuðla að varðveizlu
tiltekinna framburðareinkenna, sem staðbundin eru. En leið-
rétting hljóðvillu ætti að sitja í fyrirrúmi. Til þess að inna
þetta verk af höndum er kennurum nauðsynleg alltraust
undirstöðuþekking í íslenzkri hljóðfræði. Eins og óður er sagt,
veitir Kennaraskólinn fræðslu í þessum efnum, og nemendum
í íslenzkum fræðum við Háskóla fslands er gert að skyldu að
læra yfirlit um hljóðfræði málsins og taka próf í. Það er því
ástæða til að ætla, að hægt verði að fá hæfa menn til fram-
burðarkennslu.
Skylt er að geta þess, að nokkur reynsla hefir þegar fengizt
hér í framburðarkennslu. Dr. Björn Guðfinnsson hafði nám-
skeið í hljóðfræði og framburðarkennslu fyrir barnakennara,
þegar hann kenndi við Háskólann. Þetta námskeið hafði all-
mikil áhrif, og hefir börnum í barnaskólum í Reykjavík og
Akureyri, að minnsta kosti, verið kenndur framburður sér-
hljóða í því skyni að vinna bug á hljóðvillu. Sem dæmi þess-
arar starfsemi mætti geta þess, að í Laugarnesskóla í Reykja-
vik var framburðarkennsla upp tekin árið 1947, og hefir
henni verið haldið áfram síðan. Hafa þeir Magnús Árnason
frá Víðastöðum og Eiríkur Stefánsson frá Hallfreðarstöðum
haft þessa kennslu með höndum. Segir skólastjórinn, Jón Sig-
mðsson, mér, að 9 ára börn séu hljóðkönnuð og þeim þeirra,
sem hljóðvillt reynast, sé kenndur réttur framburður, en
einnig sé haft eftirlit með 10, 11 og 12 ára bömum frá hljóð-
villtum heimilum. Segir skólastjórinn, að mikill árangur hafi
orðið af þessu starfi. Hann telur, að verr gefist að kenna yngri
börnum framburð.
Mér er ekki eins kunnugt um svipaða starfsemi í öðrum
skólum. Þó veit ég, að í Austurbæjarskólanum í Reykjavík