Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 98
94
Halldór Halldórsson
Skirnir
og Bamaskóla Akureyrar (imdir öruggri leiðsögn Jóns Þor-
steinssonar kennara) hefir verið unnið merkilegt starf í þess-
um málum. Ef hefja á allsherjar-árás á hljóðvilluna, er nauð-
synlegt, að fræðslumálastjórn láti safna skýrslum um þá
starfsemi, sem skólarnir hafa þegar innt af hendi i fram-
burðarkennslu. Mætti vafalaust margt læra af þeirri reynslu,
sem þegar er fengin.
Þótt hér að framan hafi verið á það bent, að kennarastétt-
inni sé mikill vandi á höndum, ef út yrðu gefnar nýjar reglur
um samræmingu framiburðar, vil ég þó taka sérstaklega fram,
að ég tel ekki rétt, að hvaða kennara, sem er, yrði falið að
kenna framburð. Það er of sérfræðilegt atriði til þess, að æski-
legt sé, að allir leggi stund á það. Hins vegar er hverjmn
barnaskóla nauðsyn að hafa á að skipa einum eða fleiri sér-
fróðum mönnum um þessi efni. Slíkir sérfræðingar ættu að
hljóðkanna börnin og veita tilsögn þeim þeirra, sem hljóð-
villt eru. % er ekki sannfærður um það, að æskilegt sé, að
slíkt gerist í sambandi við hið almenna lestrarnám. Sennilega
er hyggilegra að ætla sérstakar stundir til þessarar kennslu,
því að nota þyrfti sérstakar lesbækur, sem samdar væru með
hliðsjón af þessu.
Ég birti þessar hugleiðingar hér, af því að búast má við,
að í náinni framtíð verði eitthvað aðhafzt í framburðarmál-
unum. Það væri leitt, ef öfgar réðu í þeim málum. Slíkt
gæti aðeins orðið til óþurftar. Tungur hafa breytzt og munu
breytast. Islenzk tunga hlýtur einnig að lúta þeim lögum.
Yið getum að vísu spyrnt á móti breytingum og eigum að
gera það við og við. En við megum ekki hefta eðlilegan vöxt
og þróun málsins. Ég óttast, að mikil afskipti ríkisvalds af
framburðarmálum geti orðið tungunni til niðurdreps.