Skírnir - 01.01.1955, Side 100
96
Richard Beck
Skímir
Um farveg tungunnar í hinu margþætta ritaða máli hafa
menningarstraumarnir einnig fallið, og hefir sá straumurinn,
er frá Islandi harst vestur yfir álana, að vonum verið miklu
sterkari heldur en hinn, sem kom frá þjóðarbrotinu íslenzka
þeim megin hafsins.
Hinu ber jafnframt að fagna og mun ætíð verða talið Is-
lendingum í Vesturheimi til verðugs hróss, hve mikla rækt
þeir hafa lagt við ritstörf á íslenzku og reynzt í því efni
veitendur eigi síður en þiggjendur. Bókmenntaiðja þeirra er
enn fremur að því skapi merkilegri og aðdáunarverðari, þegar
í minni er borið, að allur þorri rithöfunda þeirra hafa verið
menn sjálfmenntaðir og ritstörf þeirra löngum verið unnin
við kröpp kjör í hjáverkum og á hvíldarstundum frá knýj-
andi og lýjandi daglegum störfum. Er það raunar, eins og
kunnugt er, gömul saga einnig um allan þorra íslenzkra rit-
höfunda heima fyrir, að minnsta kosti fram á síðari ár.
Vestur-íslenzkar bókmenntir eru orðnar ærið miklar að
vöxtum, ekki sízt miðað við tölu Islendinga þar í álfu. Þeir
hafa einnig ótvírætt svarið sig í ætt um það til heimaþjóðar-
innar, að djúpstæð bókmenntahneigð þeirra hefir sérstaklega
fundið sér framrás í ljóðagerð. Skipta kvæðabækur vestur-
íslenzkra skálda nokkrum tugum, en mjög eru ljóð þeirra,
sem vænta má, misjöfn að snilld og bókmenntagildi. Hins
vegar er ljóðalendi vestur-íslenzkra skálda harla fjölskrúðugt
um yrkisefni, og kennir þar jafnframt nokkurs nýgresis í
þeim efnum. Skal nú, frá því sjónarmiði, svipazt um í bók-
menntalegri landareign þeirra af nokkrum helztu kenni-
leitum.
Ekki þarf nema að blaða lauslega í Ijóðabókum vestur-
íslenzkra skálda til þess að komast að raun um það, hversu
mikið rúm ættjarðarkvæðin skipa þar, og jafnframt löngum
öndvegið sjálft. Tekur það bæði til stærri og smærri spámann-
anna í hópi skáldanna, og hvað sem annars má um þau
kvæði þeirra segja í heild sinni, þá eru þau fagur vitnis-
burður um djúpa og fölskalausa Islandsást þeirra. Með öðrum
orðum, þó að ekki sé allt ómengað ljóðagull í kvæðum þess-
um, þá eru þau af þeim málmi gerð, sem hertur er í eldi