Skírnir - 01.01.1955, Síða 101
Skírnir
Yrkisefni vestur-íslenzkra skálda
97
hjartagróinnar ræktarsemi til ættlandsins. I engu er það
heldur orðum aukið, „að sum þeirra má telja til hins fegursta,
innilegasta og sannasta, sem kveðið hefir verið til lslands“,
eins og dr. Guðmundur Finnbogason lét um þau mælt í
prýðilegri inngangsritgerð sinni að safnritinu Vestan um haf
(1930), þar sem úrval úr þeim og öðrum ljóðum vestur-
íslenzkra skálda er að finna.
Óþarft er að fjölyrða um hjartahitann eða skáldsnilldina
í ættjarðarkvæðum Stephans G. Stephanssonar, og nægir sem
dæmi þeirra að nefna Ástavísur til íslands, Lyng frá auSum
œskustöSvum og hið víðkunnasta þeirra allra, Þó þú lang-
förull legðir, en þar klæðir skáldið í svipmikinn og hreim-
mikinn orðabúning þá draummynd ættlandsins, sem geymist,
eins og helgur dómur, í djúpi hjarta hans, en fjarlægðin
og söknuðurinn hafa sveipað dýrðarljóma. Segja má þó, ef
til vill, að eldur ættjarðarástar hans logi enn heitar í Ásta-
vísum til Islands. Þar eru þessar víðfleygu ljóðlínur:
En svo ert þú, Island, í eðli mitt fest,
að einungis gröfin oss skilur.
Þau orð eru töluð beint undan hjartarótum heimaalinna
Vestur-lslendinga almennt og bergmála fagurlega í ættjarðar-
ljóðum annarra vestur-íslenzkra skálda. Ekki hefir Island
fengið margar þýðari eða hjartaheitari kveðjur vestan yfir
hafið heldur en kvæði Jóns Runólfssonar Sefýrus (Guð vest-
anvindsins). Á mildu vorkvöldi lætur skáldið hugann svífa
með vængléttum vestanvindinum heim um haf og lýsir þeirri
samfylgd með hinum léttfleyga vegfara á þessa leið:
Og austur um ómælisleiðir
sem elskhugi líður hann hljótt
að sjá, þar sem sólin sér greiðir
við sæinn á Jónsmessunótt.
Já, þannig til dalanna duldu
svo dularfull heimsókn er gjörð.
Hann svífur með hug vorn á huldu
að helgidóm lífs vors á jörð.
7