Skírnir - 01.01.1955, Page 102
98
Richard Beck
Skimir
En þessari angurblíðu og faguryrtu ljóðbveðju lýkur með
þessum yndislegu bænarorðum:
Ó, Island, vort ættlandið fríða,
vort eigið í hagsæld og þraut.
Guð komi í blænum þeim bliða
að blessa og frjóvga þitt skaut.
Guð elskunnar blævængjum blaki
að blíðhugar varmanum þeim,
er rís nú að bænanna baki
og barnið þitt hér sendir heim.
Þá eru hin mörgu ættjarðarkvæði Einars P. Jónssonar
hvert öðru snjallara. Dr. Guðmundur Finnbogason tók því
hreint ekki of djúpt í árinni, er hann i fyrmefndri inngangs-
ritgerð sinni fór þeim orðum um Islandskvæði Einars, að þau
séu „sviphrein og glæsileg“. En síðan þau ummæli voru
rituð um þann merkilega þátt í skáldskap hans, hefir hann
ort fjölda prýðilegra ættjarðarkvæða, er öll anda hjartagró-
inni rækt til heimalandsins og heimaþjóðarinnar og túlka
með næmleik hins skynjandi skálds hið nána samband Is-
lendingsins og móðurmoldarinnar. Kvæðin Hugsáð tíl tslands,
MöSir í austri, ÞjóS og land, tsland og eg, að talin séu nokkur
slík kvæði skáldsins, eru ágæt dæmi þess, hve glöggskyggn
hann er á hin sálarlegu tengsl sín við uppruna sinn og átt-
haga. Áhrifamikið dæmi þess er þetta erindi úr kvæðinu
MöSur í austri:
Hún skýrist í huganum, móðir, þín mynd
þess meir sem að líður á dag,
öll forsagan tvinnuð og tengd minni sál
eins og texti við uppáhaldslag.
Með útfalli hverju frá átthagans strönd
berst angan af frumstofnsins rót,
er vekur til söngva mitt vitundarlíf
eins og vorleysing hálfstiflað fljót.
Hugljúfar og léttstígar eru vísur Þorsteins Þ. Þorsteinssonar
Til tslands á nýári, þar sem djúpstæð ættjarðarást hans blæð-
ist fögrum búningi. Hann nefnir aðra ljóðabók sina Heim-