Skírnir - 01.01.1955, Page 103
Skírnir
Yrkisefni vestur-íslenzkra skálda
99
huga, og það heiti er ekld valið út í bláinn, því að sá hugur
er hjartastrengurinn í skáldskap hans, og sami strengur
titrar með djúpum hreim í ljóðum annarra skáldbræðra hans
vestan hafsins.
Sigurður Júlíus Jóhannesson læknir er glæsilegt dæmi þess.
Hann er heimsborgari í sönnustu merkingu orðsins, en ber
jafnframt í brjósti sterka og innilega ættjarðarást, enda
renna þær göfugu tilfinningar mannshjartans í einn farveg
í hugsun og lífi hinna beztu manna og langsýnustu. Hin
gullfallega KvéSja til Islands eftir Sigurð talar sínu máli um-
búðalaust, svo að enginn fær um villzt:
Þó ytri farsæld forlög mín
í faðmi sínum geymdi
og upp í hæstu sæti sin
mig setti — ef ég þér gleymdi,
þá ríkti eilíft eyðihjarn
í innstu veru minni,
því drottinn gæti’ ei blessað barn,
sem brygðist móður sinni.
Ég bið þess guð, er gaf mér þig,
að geyma í skauti sínu.
Ég bið, að gæfan geri mig
að góðu barni þínu.
Ég bið, að læri þjóðin þín
að þekkja köllun sína.
Þig drottinn blessi, móðir mín,
og mikli framtíð þina.
Kvenleg, innileg og fögur eru Islandskvæði frú Jakobínu
Johnson. I kvæði hennar Islenzkum örnefnum er brugðið upp
mjög sérstæðri mynd af landinu sjálfu, þar sem örnefnin eru
fléttuð saman á snjallan og hrífandi hátt, eins og sjá má
af þessum erindum, er njóta sín þó bezt í samhengi heildar-
myndarinnar:
Líti ég á landabréfið,
ljóð mér er í hug.
Hreimfögur hrynjandi
hefur mig á flug.
— Gullfoss og Dettifoss og Dynjandi.