Skírnir - 01.01.1955, Síða 106
102
Richard Beck
Skímir
æskumhverfis hans víða í kvæðum hans, einna eftirminni-
legast í kvæðinu Möðir í austri, sem fyrr var vitnað til.
Kristján N. Júlíus (K.N.) ólst upp i fangvíðum og svip-
miklum fjallafaðmi Eyjafjarðar og urðu minningarnar þaðan
hugstæðar mjög, eins og sjá má allvíða í skáldskap hans. Til
eins sveitunga sins og vinar yrkir hann á þessa leið:
Svo dreymi þig um fríðan Eyjafjörð
og fagrar bemskustöðvar inni’ í sveit,
því enginn hefir guðs á grænni jörð —
í geislum sólar — litið fegri reit.
En uppi’ á Brattahjalla hóar smalinn,
og hjörðin kyrrlát þokast framan dalinn.
Af hinum mörgu og ósjaldan fögru og snjöllu átthagakvæð-
um, sem ort hafa verið vestan hafs á íslenzku, mim þó óhætt
mega telja kvæði Stephans G. Stephanssonar um Skagafjörð
svipmest og stórbrotnast, og ber það því einnig fagurt vitni,
hversu traustum böndum hugur skáldsins var tengdur
bernskustöðvum hans. Það er enn fremur talandi vottur þess,
hve nátengdur Stephan var ættlandi og átthögum, að beiti-
lyngskló af æskuslóðum hans í Bárðardal, sem honum var
send vestur um haf, varð honum tilefni afbragðskvæðisins
Lyng frá auöum œskustöÖvum. En þessi, og önnur slík snilld-
arkvæði Stephans, eru mönnum vafalaust í svo fersku minni,
að óþarfi er að fjölyrða um þau hér, jafnvel og virðulega og
hans var minnzt víða heima á ættjörðinni á aldarafmæli hans
árið 1953.
Samhliða ástinni á ættjörðinni og átthögunum, á landi og
þjóð, er ástin á íslenzkri tungu sterkur strengur og hljóm-
djúpur í kvæðum vestur-íslenzkra skálda. Þeim er það ljóst,
hver líftaug þjóðernisins hún er og hefir verið þjóðinni,
„hennar brjóst við hungri’ og þorsta, hjartaskjól, þegar burt
var sólin“, og þess vegna lofsyngja þeir lifmagn hennar,
fegurð og auðlegð í fögrum kvæðum og sonarlegum.
Magnús Markússon skipar lofkvæði sínu um íslenzkuna til
sætis i öndvegi meginmáls kvæðasafns síns, enda lá hún
þeim málhaga og rímfima Skagfirðingi létt á tungu.