Skírnir - 01.01.1955, Page 107
Skírnir
Yrkisefni yestur-íslenzkra skálda
103
Þá er hið kunna kvæði Gísla Jónssonar Mó<5urmáli<5 sér-
staklega hreimmikill lofsöngur til íslenzkrar tungu, enda er
það að verðleikum oft sungið undir fögru lagi Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar tónskálds. Fannst mér einnig, er eg heyrði
það sungið á Þingvöllum við lýðveldisstofnunina 1944, sem
þar titraði í tónum aðdáun og þakkarhugur þúsundanna
íslenzku vestan hafs, sem enn mæla á tigna tungu sína og
kunna hana að meta sem vera ber.
Ást K.N. á íslenzkunni var djúp og hrein, eins og lýsir
sér í kviðlingnum Gamla tungan, enda var hún greiðvikin
við hann og snör í snúningum:
Gaman er að gleðja fólk
ó gömlu tungu Braga.
Hún hefir verið móðurmjólk
mín um lifsins daga.
Eins og Stephan G. Stephansson nær ótvírætt hæst í vestur-
íslenzkum áttliagaljóðum með Skagafjarðar-kvæði sínu, má
svipað segja um kvæði hans Móðurmálið, samanborið við
önnur slík kvæði vestm--íslenzkra skálda. 1 því snjalla ljóði
skilgreinir Stephan ábyrgðarmikið hlutskipti Vestur-lslend-
inga í þjóðlífinu þarlendis og eggjar þá lögeggjan til dáða
með þessum markvissu orðum:
Og orð þin þarf hér eggjansterk,
því oss er skipað mikið verk:
við fósturlandsins frægðarstarf,
með föðurlandsins sæmd í arf,
af höndum inna æviþraut
með alþjóð fyrir keppinaut.
Þá sækja vestur-íslenzk skáld, eins og eðlilegt var, ósjaldan
yrkisefni sín í íslenzkar sögur og sagnir. Er það alkunna,
hversu snar þáttur söguleg kvæði um efni úr íslenzkum fom-
sögum og þjóðsögum eru í skáldskap Stephans G. Stephans-
sonar, enda hefir hann á ógleymardegan hátt lýst nánum
tengslum sínum og annarra Islendinga við móðurmoldina og
menningarskuld þeirra við hana í Ástavísum til íslands: