Skírnir - 01.01.1955, Page 108
104
Richard Beck
Skirnir
Þin fornöld og sögur mér búa í barm
og bergmál frá dölum og hörgum.
Þín forlög og vonspár um frægðir og harm
mér fylgt hafa á draumþingum mörgum.
Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál
í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál.
1 þeim anda yrkir Stephan stórbrotin og frumleg sagna-
kvæði eins og Illugadrápu og Sigurð trölla, en mörg önnur
vestur-íslenzk skáld hafa einnig ort góð kvæði og harla
athyglisverð um íslenzk söguleg efni. Magnús Markússon
orti eigi allfá lipur og málfögtn- kvæði af því tæi. Þá sótti
séra Jónas A. Sigurðsson andlega næringu í íslenzkar forn-
sögur, vitnar oft til þeirra og leitar þangað til fanga um yrkis-
efni. Meðal atkvæðameiri kvæða Sveins E. Björnssonar læknis
er Týsfórnin, og kvæði Kxistjáns S. Pálssonar um söguleg
efni eru mjög vel ort, og er Skjöldurinn þeirra hvað tilkomu-
mest. Hinum kunna atburði úr Egils sögu Skallagrímssonar,
sem þar er tekinn til meðferðar, eru gerð góð skil. Svipað
má segja um söguleg kvæði Bjama Þorsteinssonar Brókar-
Auður og Ilöfuðlausn.
Stórum efnis- og umfangsmeiri, og svipmikil að sama skapi,
eru þó hin sögulegu kvæði Þorsteins Þ. Þorsteinssonar Askur
Yggdrasils og Signýjarfórnin. I hinu fyrrnefnda er yrkis-
efnið, eins og nafnið bendir til, hinn mikli heimsmeiður nor-
rænnar goðafræði, og er honum eigi aðeins lýst með miklu
háfleygi, en verður jafnframt skáldinu tilefni skarpra athug-
ana og skáldlegra samlíkinga. 1 Signýjarfórninni sækir skáld-
ið efnið í hina alkunnu frásögn um Sigyn og Loka í Sœ-
mundar-Eddu, og verður dæmi Sigynjar i höndum skáldsins
áhrifamikil táknmynd sjálfsfórnarandans, en þetta eru loka-
orð kvæðisins:
Hún fómar sér eilífð alla,
og aldrei hlýtur ’hún laun.
Unz síðustu fjöllin falla,
hún faðmar þá sigurraun.
Þar ástin kemst æðst i verki.
Þar aldanna gáta er leyst.