Skírnir - 01.01.1955, Side 109
Skírnir
Yrkisefni vestur-islenzkra skálda
103
Sú fórnin er fegnrsta merki,
sem framtíðin getur reist.
Djúp ást frú Jakobínu Johnson á íslenzkum menningar-
erfðum, ekki sízt fornsögunum og fornskáldunum, er hinn
heiti undirstraumur í kvæðum hennar Islendingur sögufröSi
og Fornmenn, og þar lýsir sér einnig glöggur skilningur
hennar á frjómagni og þroskamætti íslenzkra fornbókmennta,
er hún segir í síðarnefndu kvæði sínu:
En hver getur virt, svo sem vert er,
þá vakning, sem fornskáld þér bjó?
— Þú syrgðir og ortir með Agli,
og angurværð Kormáks þig sló.
Með klökkva þú kápuna raktir
á knjám þér, — er Gunnlaugur dó.
Hin skínandi fornsaga skapar
í skilning þinn heilsteyptan mann.
— Og það nálgast þjóðin að lokum,
sem þrotlaust hún tignar og ann.
En fornmanna fegursta minning
er frægðin, sem þjóðin sér vann.
Djúpstæð þjóðernistilfinning, ást á landi og þjóð, tungu
og sögu, er, með öðrum orðum, svo sterkur straumur og fall-
þungur, slíkur meginþáttur í skáldskap Vestur-lslendinga, að
segja má, að hann sé að eigi litlu leyti samfelldur ástaróður
til ættjarðarinnar.
Lögeggjanin til dáða um varðveizlu íslenzkra menningar-
erfða vestan hafs brennur einnig sem glaður eldur í kvæðum
þeirra, svo sem í ljóðum þeirra séra Jónasar A. Sigurðssonar,
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og Einars P. Jónssonar, að nokkrir
séu nefndir úr fjölmennum skáldahópnum, að ógleymdum
sjálfum Stephani G. Stephanssyni, sem einnig hefir í þann
hörpustrenginn gripið með alkunnri málkynngi sinni, frum-
leik og snilld.
En þótt sú hliðin á kvæðum vestur-íslenzkra skálda, sem
að Islandi snýr, sé slíkur grundvallarþáttur, sem raun ber