Skírnir - 01.01.1955, Page 110
106
Richard Beck
Skírnir
vitni, þá er hin hlið kvæða þeirra, ei veit að nýja landinu,
kjörlandinu, eigi síður djúptækur þáttur og merkilegur í
skáldskap þeirra. Fer það mjög að vonum, að mörgrnn þeirra
verða nærtæk yrkisefni úr hinu nýja mnhverfi og að áhrifa
þaðan og frá þarlendum hókmennta- og menningarstraum-
um gætir með mörgum hætti í kvæðum þeirra.
Rétt eins og enginn fær blaðað svo í kvæðabókum vestur-
íslenzkra skálda, að hann finni eigi leika um sig heitan blæ
þeirrar djúpstæðu ættjarðar- og átthagaástar, sem þar svífur
yfir vötnum, finnur sá hinn sami við slíkan lestur jafn-
skjótt um sig streyma yl þeirrar ástarhlýju, sem skáld þessi
bera í brjósti til fósturlandsins nýja, hvort heldur er Kanada
eða Bandaríkin. En þar sem allur þorri vestur-íslenzkra skálda
hafa alið aldur sinn Kanada-megin landamæranna, hefir það
hugumkæra land þeirra hlotið bróðurparlinn af lofsöngvum
þeirra. En vel eru Bandaríkin einnig sæmd af slíkum kvæð-
um, er þeim hafa helguð verið, ekki sízt af jafnglæsilegu
kvæði og hjartaheitu eins og Ameríku Stephans G. Stephans-
sonar, er hefst á ljóðlinunni: „Að minnast þin, fóstra, í ljóði
er létt“, og allt er kvæðið í sama ræktar- og hrifningaranda.
Annars er það glöggur vottur heilskyggni vestur-íslenzkra
skálda, hversu drengilega þeir skipta ljósi og skugga milli
ættlandsins og fósturlandsins. Rennur heilhuga ást til beggja
til dæmis fagurlega í einn farveg í kvæði Kristins Stefáns-
sonar Kanada, og stendur hann þó föstum fótum í íslenzkri
mold og menningarerfðum sem aðrir skáldhræður hans ís-
lenzkir vestur þar, enda er honum það nokkurt metnaðar-
efni, að fósturlandið muni í framtíðinni bera einhver merki
íslenzkra menningaráhrifa eða eins og hann orðar það í
kvæðislok:
Þú munt finna, er komum við að kveldi,
kynnis-minjar, — bví skal ekki gleymt, —
neista hrotna frá þeim arineldi,
er við höfum dyggilegast geymt.
Dæmi Guttorms J. Guttormssonar, eina meiriháttar ljóð-
skálds Islendinga í Vesturheimi, sem fæddur er þar í landi,
er sérstaklega athyglisvert og lærdómsrikt í þessu sambandi.