Skírnir - 01.01.1955, Síða 111
Skírnir
Yrkisefni vestur-íslenzkra skálda
107
I kvæði hans Landa milli, sem hann flutti á Islendingadeg-
inum að Hnausum í Nýja íslandi 16. júni 1945, lýsir það
sér kröftuglega, hversu afburðavel hann sameinar það að
vera hvort tveggja í senn, ágætur Kanadamaður og rammur
Islendingur, og ekki verður hringhendan honum að fótakefli:
Það er seimur, sem er hnoss,
svona i geimi þöndum,
blessað heima-athvarf oss
eiga í tveimur löndum.
Okkur gæðum miðla mild,
mörgum þræði í sögur,
líkt og mæður, löndin skyld,
lofsverð, bæði fögur.
Oss i villum aldrei sást
yfir snilli beggja.
Skal því hylli, skyldu og ás1
skipt á milli tveggja.
Hér skilgreinir skáldið á eftirminnilegan hátt þann mikil-
væga sannleika, að í lífi vestur-íslenzkra skálda, og allra
góðra Islendinga vestan hafs, er enginn árekstur milli órofa
ræktarhuga þeirra til ættlandsins og heilhuga trúnaðar þeirra
við kjörlandið. Dr. Sigurði Nordal mæltist því laukrétt og
drengilega, er honum farast þannig orð í snilldarlegri inn-
gangsritgerð sinni að úrvalinu tir Andvökum Stephans: „Það
hefir verið styrkur og sómi Islendinga vestan hafs, hversu
vel þeim hefur lánazt að vera í senn trúir uppruna sínum,
bera hag og sóma íslands fyrir brjósti, og góðir þegnar þeirra
ríkja, sem þeir hafa svarið hollustu.“
Hitt er þó íslenzkum bókmenntum enn meiri fengur,
hvernig umhverfið nýja vestan hafs, í fjölbreytni þess og
fegurð, speglast í margbreyttum myndum, og oft að sama
skapi fögrum og athyglisverðum, í kvæðum vestur-íslenzkra
skálda, því að með þeim lýsingum sínum hafa þeir fært út
landnám bókmennta vorra, auðgað þær að nýjum yrkisefn-
um.