Skírnir - 01.01.1955, Page 112
108
Richard Beck
Skímir
Var Stephan G. Stephansson þar hinn mikli landnáms-
maður, eins og alkunnugt er, svo að ýkjulaust og fagurlega
hefir verið mn hann sagt, að hann hafi „farið eldi islenzk-
unnar um Vesturheim og helgað oss landið“ (Guðm. Finn-
bogason).
Fögur, þrungin hrifningu, frmnleg og svipmikil og orðhög,
svo að af ber, eru kvæði Stephans um sveitina hans í Alberta,
og himingnæfum Klettafjöllunum lýsir hann með fágætri
myndauðgi og kynngikrafti:
Klettafjöll, draumheimar eldgömlu aldanna,
ímynd af Valhöll, — sem gullræfur skjaldanna
ljósþökin blika í bláskýjarofinu,
brekkuskeið dökk eru rið upp að hofinu.
Eru þessar lýsingar Stephans af náttúrufegurðinni í
Alberta-fylki með þeim snilldarbrag, að dr. Watson Kirk-
connell, hinn kunni kanadiski bókmenntafræðingur og Is-
landsvinur, telur, að sambærilegar lýsingar á Vestur-Kanada
sé eigi að finna í kvæðum neins annars kanadisks skálds, en
dr. Kirkconnell er manna fróðastur í þeim efnum og veit
því vel, hvað hann syngur.
Með sömu snilld hefir Stephan lýst andstæðu fjalllendisins,
fangvíðu sléttuhafinu, og hvergi á áhrifameiri eða minnis-
stæðari hátt en í kvæðaflokkinum Á ferð og flugi. Þar eru
honum jafnframt, sem annars staðar í skáldskap hans, nær-
tækar samlíkingarnar úr íslenzkum fombókmenntum, eins
og i þessari meistaralegu lýsingu hans á næturferð með
eimlest um sléttuhafið vestra:
En sléttan flaut blækyrr og biksvört í kring
sem barmalaust, öldulaust flóð.
Sem glóðþrunginn Naglfari lestin vor löng
þann lognsæ af náttskuggum óð.
Sléttlendið mikla vestan hafs, er tun svo margt minnir á
hafið, ekki sízt þegar akrarnir gróðurgrænir bylgjast í blæn-
um, hefir annars, og það mjög að vonum, tíðum orðið vestur-
íslenzkum skáldum að yrkisefni og eðlilega orkað á þá með