Skírnir - 01.01.1955, Síða 113
Skírnir
Yrkisefni vestur-íslenzkra skálda
109
ýmsum hætti. Og þegar fjallaþráin hefir gripið margan fs-
lendinginn, sem dvöl á á hinu gróðursæla meginlandi, þar
sem sléttan breiðist eins og úthaf í allar áttir, þá hefir hon-
um vafalaust orðið innan brjósts líkt og Páll Guðmundsson
segir í kvæði sínu Á sléttunni:
Skortir ása, hóla, hjalla,
hvergi nokkur brekka rís.
Kýs þó sonur flúða og fjalla
foss í sína paradís.
Og þá, er séra Jónas A. Sigurðsson lítur af sjónarhóli 50
ára landnámsafmælis fslendinga í Norður-Dakota yfir víð-
lenda og hlómlega byggð þeirra, verður hún honum „Akra-
haf — sem Húnaflói“, og þarf ekki að fara í grafgötur um
það, hvaðan skáldið var af ættlandinu. Hliðstætt er það,
þegar Stephan G. Stephansson er í Alberta-lýsingu sinni allt
í einu kominn heim á Sauðárkrók og fléttar inn í stórbrotna
sveitarlýsinguna sævarmyndir og siglinga, eins og hann minn-
ist þeirra frá æskuárunum í Skagafirði.
Guttormur J. Guttormsson hefir einnig víða í kvæðum
sínum lýst kanadisku umhverfi sinu í lifandi myndum og
snilldarlegum. Faguryrt og með ósviknum veruleikablæ er
lýsing hans á Nýja íslandi, vesturströnd Winnipegvatns, í
kaflanum LandnámiS í hinu merka söguljóði hans Jón Aust-
firSingur. Einhverja allra snjöllustu og markvissustu náttúru-
lýsingu Guttorms, og ljóðræna að sama skapi, er þó að finna
í kvæðaflokki hans Á víð og dreif, en það er lýsing hans á
Indíána-sumri, en svo nefnist vestan hafs góðviðriskafli, sem
löngum kemur á haustin, áður en vetur gengur í garð. Dylst
engum, sem til þekkir, hversu samlíkingin í kvæðinu við
Indíánastúlkuna er snjöll og rauntrú og hve táknmyndin öll,
sem þar er færð í orðabúning, er skáldleg og vel samræmd:
Indíána-sumar er svanni
með svart og mikið hár,
koparlitt, æskuslétt andlit
og ylhýrar, dökkar brár.