Skírnir - 01.01.1955, Síða 114
110
Richard Beck
Skirnir
Hárið er skammdegis-húmið
að hníga, með stjörnuglans,
hörundsliturinn haustleg
hálmbleikja akurlands.
Laufum, með regnhogalitum,
litum hins dýrasta rims,
skrýðist hin prúða og prýðist
perlum daggar og hríms.
Syo kastar hún laufakjólnum
—• kuldi fyrir dyrum er,
í kríthvíta ísbjarnar kápu
klæðir hún sig og fer.
En þó að segja megi, að glæsilegustu og um margt skáld-
legustu lýsingarnar á hinu nýja umhverfi vestan hafsins sé
að finna í kvæðum þeirra Stephans G. Stephanssonar og
Guttorms, þá fer fjarri því, að þeir séu einu vestur-íslenzku
skáldin, sem auðgað hafa íslenzkar bókmenntir með slíkum
lýsingum. Margar glöggar myndir og fagrar úr nýja um-
hverfinu prýða ljóð annarra skálda vorra þeim megin hafsins.
Sannleikurinn er sá, að náttúrulýsingar, og ekki sízt árs-
tíðakvæði, eru geysimikill þáttur og merkilegur í vestur-
íslenzkum skáldskap, því að margar þær lýsingar eru hinar
prýðilegustu um efnismeðferð og málfar. Fagurt er kvæði
Kristins Stefánssonar Vorsins dís, þar sem lýsingin á vorinu
í konulíki nær ágætlega tilgangi sínum. Tilþrifamikil og
andrík er lýsing séra Jónasar A. Sigurðssonar á fjallinu mikla
og fagra, Mt. Rainier, á norðanverðri Kyrrahafsströnd, og
renna þar saman íslenzk og amerísk áhrif:
Þinn jökul-kufl, — sem skyrtan Örvar-Oddi,
þér aldaraðir lifsgrið hefir veitt. —
Þín hjarnskál reyndist mörgum kaldur koddi,
þú kaldmynt andsvör hefir einatt greitt.
Þig gistu aldrei kveif né kögursveinar, —-
— að klifra hærra er mannkyns þroskaspor.
Þitt heimboð þágu tímans Birkibeinar,
þar brattgeng þjóðin heyrði: Excelsior.