Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 115
Skírnir
Yrkisefni vestur-islenzkra skálda
111
Tilkomumikið er kvæði Þorsteins Þ. Þorsteinssonar Vor-
söngur, ort í háfleygum hrifningaranda, og jafnframt flétt-
ast þjóðfélagsádeilan á áhrifamikinn hátt inn í glögga náttúru-
lýsinguna og eggjanina til frjósams ævistarfs. Náttúrulýsing-
ar Einars P. Jónssonar, Upprisa vorsins, Sumarlok og Vetur,
eru hver annarri snjallari um myndauðlegð og táknrænt
gildi. Glögg og léttstíg er lýsing Kristjáns S. Pálssonar á
Winnipegvatni. Þá bregða ljóðræn kvæði frú Jakobínu John-
son upp fögrum myndum og minnisstæðum úr svipmiklu
umhverfi hennar á Kyrrahafsströndinni, og mætti þannig
lengi telja, því að um svo auðugan garð er að gresja í þeim
efnum í vestur-íslenzkum skáldskap.
Islenzk skáld vestan hafs hafa einnig sótt yrkisefni í sjálft
náttúrulífið umhverfis sig og starfslífið nátengdu þvi. Frum-
leg og táknræn kvæði Guttorms J. Guttormssonar, Býflugna-
rœktin, Birnir og ýmis fleiri, eru hvert öðru athyglisverðara
og nýstárleg um efni í íslenzkum bókmenntum. Afburða-
snjöll er til dæmis lýsingin á skógarbjörnunum í samnefndu
kvæði, en það, og önnur slík kvæði skáldsins, eru svo sam-
felld, að þau njóta sín því aðeins til fulls, að þau séu lesin
í heild sinni.
Vel kveðin eru einnig kvæði Vigfúsar Guttormssonar (bróð-
ur Guttorms) Froskar og Whip-poor-will (algengur fugl á
sléttunum vestra) og sérstæð, því að þar er einnig ort um
nýstárleg efni á íslenzku, tekin beint út úr hinu vestræna
umhverfi skáldsins.
Þá hafa vestur-íslenzkum skáldum, sem vonlegt er, orðið
hugstæð barátta og örlög íslenzkra landnámsmanna og kvenna
þeim megin hafsins. „Átakanleg eru kvæði J. Magnúsar
Bjarnasonar: tslenzkur sögunarkarl í Vesturheimi, Grímur á
Grund, Smaladrengurinn“, segir dr. Guðmundur Finnboga-
son réttilega í fyrrnefndri ritgerð sinni um vestur-íslenzk
skáld. Og hann bætir við, jafnmaklega: „Er þar allt í senn,
hin milda samúð, hin yfirlætislausa frásögn, er þó gefur sér
gott tóm til að segja það, sem þarf, og hinn ljóðræni blær.“
Sigurður Júlíus Jóhannesson hefir einnig í kvæði sínu Sög-