Skírnir - 01.01.1955, Síða 116
112
Richard Beck
Skímir
unarkarlinn brugðið upp áhrifamikilli mynd, glöggri og
samúðarríkri, eins og hans var von og vísa.
Eftirminnilega dregur Gísli Jónsson athyglina að því í
kvæði sínu Minni Kanada, hve innflytjendurnir, og þá sér-
staklega hinir fyrstu landnemar, hafi dýru verði goldið land-
skuld sína, er hann segir:
Vorra feðra, frænda og barna felur þú í skauti hold.
Hafdýpt sælu- og sorgartára sökk í þína mold.
Upp hjá móðu mannlífs spretta minninganna tré —
heilög hjartans vé.
1 fyrrnefndum kvæðaflokki sínum Á ferS og flugi lýsir
Stephan G. Stephansson eigi aðeins sléttunni, með öllum
svipbrigðum hennar, á ógleymanlegan hátt, heldur frum-
byggjalífinu í jafnáhrifamiklum myndum, er taka hug les-
andans föstum tökum og hita honum um hjartarætur, enda
er þvi löngum þannig farið um Stephan, að meistaralega
gerðar myndir hans af hinni ytri náttúru eru, óðar en varir,
orðnar djúpsæjar mannlífslýsingar og eggjandi til umhugs-
unar.
I kvæðaflokki Guttorms J. Guttormssonar Jón AustfirSing-
ur er þó að finna hvað átakanlegasta og gleggsta lýsingu
vestur-íslenzkra skálda á brautryðjendalífi Islendinga í Vest-
urheimi, þrautum þeim og erfiðleikum, sem þeir urðu að
sigrast á eða bíða lægri hlut í baráttunni. Hagsæld niðja
þeirra var, eins og þegar er gefið í skyn, dýru verði keypt,
við „svita, blóði og tárum“. I snilldarkvæði sínu Sandy Bar,
sem ber nafn nýlendu og grafreits landnema á vesturströnd
Winnipegvatns, skammt frá íslendingafljóti, hefir Guttormur
einnig kveðið íslenzkum landnemum og landnámskonum
vestan hafs þann lofsöng, sem lengi mun lifa.
I hinum fjölmörgu minningarkvæðum, sem vestur-íslenzk
skáld hafa ort um nafngreinda landnema, karla og konur,
er einnig um margt brugðið björtu ljósi á líf þeirra og hetju-
lega baráttu þeirra. Eru þau kvæði ort í anda orða Stephans
G. Stephanssonar: