Skírnir - 01.01.1955, Page 118
114
Richard Beck
Skímir
hafs og með þeim hætti aukið á hróður þjóðstofnsins ís-
lenzka. Af snjöllum kvæðum þess efnis má nefna kvæði
Stephans G. Stephanssonar til Hjartar Thordarsonar, kvæði
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar til Yilhjálms Stefánssonar, en um
hann hefir Sveinn E. Björnsson læknir einnig ort gott kvæði,
og kvæði Einars P. Jónssonar um Joseph Thorson ráðherra,
og er þetta eitt erindi hins síðastnefnda kvæðis:
Hollt var þér að hafa eignazt
Halls af Síðu fómarlund,
látið andblæ fslands-sagna
um þig leika marga stund,
kynnzt við innsýn eðli þeirra
fslendinga, er risu hæst,
þar sem frægði Furðustrendur
fyrirmyndin iturglæst.
Sjá má þess enn fremur mörg merki í kvæðum vestur-
íslenzkra skálda, að þeir hafa, svo að vikið sé ögn við fleyg-
um orðum Stephans G. Stephanssonar, „kennt til í stormum
sinna tíða“. Atburðir, þjóðfélags- og menningarstraumar sam-
tímans úti í hinum stóra heimi hafa eigi látið þá ósnortna.
Veðurnæmastur var þó Stephan sjálfur þeirra allra í þeim
skilningi, eins og stórbrotin og djúpúðug kvæði hans um
samtíma-viðburði, svo sem Transvaal og kvæðaflokkurinn
Vígslóði bera órækast vitni um, enda eru slík kvæði hans
hátindarnir í þess konar skáldskap fslendinga vestan hafs.
En ádeila, sprottin af djúpri réttlætiskennd og ríkum um-
bótahug, er, á hinn bóginn, ábærilegur þáttur í kvæðum
fjölda margra annarra skálda vorra þar í álfu.
Merkilegt dæmi þess er kvæði Kristins Stefánssonar Gamla
húsið. 1 vanhirðu þess og niðurlægingu, sem lýst er skörpmn
dráttum, verður húsið skáldinu tilefni hvassrar ádeilu á
græðgi mannanna og efnishyggju. Kröftug er ádeilan og
markviss í mörgum kvæðum Þorskabíts. Þá er það löngu
kunnugt, hve Sigurður Júlíus Jóhannesson sækir tíðum yrkis-
efni sín beint í mannlífið umhverfis sig. Hann finnur sárt
til þjóðfélagsböls samtíðarinnar, og þess vegna verða kvæði
hans oft óvæg ádeila á ranglæti og hvers konar kúgun.