Skírnir - 01.01.1955, Síða 119
Skírnir
Yrkisefni vestur-íslenzkra skólda
115
Að ádeilunni í kvæði Þorsteins Þ. Þorsteinssonar Vorsöng-
ur hefir þegar verið vikið, en hann slær oft hiklaust og
kröftuglega á þann strenginn í öðrum kvæðum sínum. Má
hið sama segja um ýmis kvæði þeirra bræðra Páls og Kristjáns
Pálssona, og þá eigi síður um kvæði Sigfúsar B. Benedicts-
sonar (einkum frá fyrri árum), Jónasar Stefánssonar frá
Kaldbak og Páls Bjarnasonar. Kröftugt er kvæðið Hiroshima
eftir Pál Guðmundsson og beinskeytt og hreimmikið kvæði
Bagnars Stefánssonar Rökkur-rof.
Ádeilukvæði Guttorms J. Guttormssonar eru einnig mörg
og merkileg, svo sem Bölvun lögmálsins, Dansinn í Hruna,
Gullkálfurinn og Vatnið. Vatnið, sem lýst er í samnefndu
kvæði, er slétt og fagurt til að sjá, en dylur sér í djúpi hat-
rama baráttu milli smáfiskanna og geddunnar, sem gleypir
þá í hrönnum. Þetta kvæði er einnig glöggt dæmi þess, hve
táknræn ádeilukvæði Guttorms eru, en í ýmsum þeirra, til
dæmis Gullkálfinum, haldast leikandi glettni og beisk háð-
nepja ágætlega í hendur.
En í vestur-íslenzkum kimnikveðskap hefir K. N. réttilega
verið nefndur „hinn ágæti forsöngvari“. Leiftrandi og hug-
næm kímni hans er aðallega fólgin í frumlegum og fjöl-
breyttum orðaleik. Hann var mikill snillingur í því að bregða
nýju ljósi á hlutina með fimlegum málbrögðum og með því
að koma lesandanum á óvart, þegar minnst varir. Sveitungar
hans og viðburðir í heimahögum eru löngum skotspænir
hans, þó að hann leiti stundum lengra til fanga. Tíðast er
glettni hans góðlátleg, en stundum eru örvar háðnepju hans
þó hárbeittar, en orðfimin alltaf söm við sig. Kímnin varð
einnig í höndum hans heilnæmt uppeldismeðal, kenndi mönn-
um að sjá sjálfa sig, málefni og lífið almennt í réttara ljósi.
1 víðtækara skilningi hjó hann í ádeilum sínum að þröng-
sýni, heimsku og hleypidómum, skinhelgi og yfirborðs-
mennsku og vægði ekki sjálfum sér, þegar svo bar undir,
en grunnt er löngum á samúð hans og djúp alvara ósjaldan
undiraldan í vísum hans og kvæðum.
Annars má segja, að sú hugsjónaást og sá umbótahugur,
sem ádeilukvæði vestur-íslenzkra skálda eiga rætur sínar í,