Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 123
Skírnir Hvar var Snorri nefndur höfundur Heimskringlu? 119
merkursögu eftir að Saxo þrýtur. Ekkert af þessu var þó prent-
að meðan hann lifði, og mikið af því er nú glatað. Meðal þess
efnis sem hann viðaði að sér og notaði voru útdrættir úr Nor-
egskonungasögum1. Um þessa útdrætti hefur Gustav Storm
fjallað endur fyrir löngu2 og sýnt fram á hverjar voru heim-
ildir þeirra. Storm hefir fært að því gild rök að Chr. P. hafi
ekki notað íslenzku handritin beint, heldur hafi hann haft fyrir
sér útdrætti gerða í Noregi — sennilega fyrir tilstilli Eriks
Valkendorfs erkibiskups, sem var vinur hans og átti við hann
bókmenntaleg samskipti. Frumheimildir þessara útdrátta voru
konungasöguhandrit sem um þessar mundir hafa verið tiltæk
vestanfjalls í Noregi, og hefur Storm sýnt fram á að notaðar
hafa verið sögur Ólafanna beggja í Bergsbók (Perg. fol. nr. 1
í konungl. bókasafninu í Stokkhólmi), Fagurskinna (B-hand-
ritið) og handrit af Hkr. (hvorki Fríssbók né Jöfraskinna).
Storm hugsaði fyrst að Hkr.-handritið hefði verið Kringla, en
síðar að það hefði verið hið sama sem Peder Clausson þýddi
eftir, en það handrit er nú glatað. Að þessu atriði verður nán-
ara vikið hér á eftir. Sá sem útdráttinn gerði — eða Chr. Peder-
sen — hefur eignað konungasögurnar Isleifi biskupi og Ara
presti, og hlýtur það að stafa af misskilningi á orðum Hkr.-
formálans um þessa menn. En þessi misskilningur hélzt lengi,
og var ekki útrýmt fyrr en Worm gaf út þýðingu P. Cl., eins
og áður er sagt.
Ekki er vitað hversu víða þessi vitneskja um íslenzk hand-
rit í Noregi hefur borizt meðal danskra fræðimanna meðan
Chr. P. lifði, en næsta skrefið í sömu átt gerðist árið 1548. Þá
var Friðrik krónprins (síðar Friðrik II) hylltur í Osló, og
var þar með honum meðal annarra lærifaðir hans, sagnfræð-
ingurinn Hans Svaning. Við hyllinguna hitti hann þar Norð-
manninn Laurents Hansson, sem áður var nefndur. Hann
1 Það sem varðveitt er af útdráttum þessum er prentað í Chr. Pedersens
Danske Skrifter V, 1856, 354 o. éfr.; enn fremui er útdráttur úr Ölafs s.
Tryggvas. eftir Chr. P. tekinn upp í bók A. S. Vedels, Svend Tiuveskæg,
1705, 94—162.
2 Sn. Sturlassöns Historieskrivning, 1873, 211—14, og Arkiv f. nord. fil.
II, 1885, 319—29.