Skírnir - 01.01.1955, Side 124
120
Jakob Benediktsson
Skimir
hafði fyrrum verið í þjónustu Friðriks I, en var nú kóngsbóndi
í grennd við Björgvin. Flann hafði fengizt við að skrifa upp
°g þýða forn norsk lög, og er líklegt að sú hafi verið ástæðan
til þess að Svaning bað hann að þýða forn fræði á dönsku úr
gömlmn norskum bókum. Hann náði í Frísshók og þýddi eftir
henni spottakorn aftur í Ólafs sögu Tryggvasonar. Seinna náði
hann í annað handrit af Hkr., handrit af Ólafs sögu Tryggva-
sonar eftir Odd munk og handrit af Orkneyinga sögu og Jóms-
víkinga sögu, sem nú er glötuð. Eftir þessmn handritum og
fáeinum öðrum, sem örsjaldan er vitnað í, jók hann nokkru
við þýðingu sína og sendi hana síðan konungsefni árið 1551.
Svaning fékk síðan þýðinguna í hendur og frá honum komst
hún í eigu Arilds Huitfeldts, og að lokum náði Árni Magnússon
í handritið með einhverjum hætti, og í safni hans er það enn1.
Sá hlutur er merkilegastur við þessa þýðingu að í formálanum
er Snorri tvívegis afdráttarlaust talinn höfundur Heimskringlu
(ífyrirsögn síðari hlutaformálans er talað um „Fortalen Snorris
Sturllis historiographi Noru.“, og lokaorðin eru: „Her Enndis
fortalenn Snorris Sturlesenn vdi konninge Boghen“). Getur
sú vitneskja ekki verið runnin frá Frísshók, heldur verður að
stafa frá hinu Hkr.-handritinu; öðrum heimildum er naumast
til að dreifa. En þeir danskir menn sem um handrit Laurents
Hanssons hafa fjallað virðast ekki hafa lesið það vandlega,
eða þá ekki tekið mark á þessari vitneskju, því að hvergi verður
þess vart fyrir daga Worms að þeir hafi kannazt við sagna-
ritun Snorra Sturlusonar.
Skömmu á eftir Laurents Hansson gerði annar Norðmaður
útdrátt úr konungasögum, sem náði miklu meiri útbreiðslu
og hafði víðtækari áhrif, en það var lögmaðurinn í Björgvin,
Mattis Storsson. Htdrátturinn nær til loka Hákonar sögu
gamla, og í honum er notuð Fríssbók, Bergsbók, Kringla og
glatað handrit af Sverris sögu.2 Útdrátturinn breiddist fljótt
1 Gustav Storm gaf þýðinguna út í ritum Vísindafélagsins í Osló 1898
(Laurents Hanssons Sagaoversættelse).
2 Sjá Egil Eiken Johnsen, Sagasprák og stil, 1942, 45—118 (sumar
niðurstöður hans um heimildir M. St. eru vafasamar, en það skiptir ekki
máli í þessu sambandi og verður ekki rætt frekara að sinni).