Skírnir - 01.01.1955, Síða 126
122
Jakob Benediktsson
Skirair
1) Samkvæmt kenningu Storms notuðu sá sem gerði útdrætti
Chr. Pedersens og P. Clausson sama Hkr.-handritið; Chr. P.
eignar ritið Ara og Isleifi, en P. Cl. Snorra. 2) Laurents Hans-
son hefur vitneskjuna um að Snorri sé höfundur Hkr. úr for-
mála Kringlu, en aðeins fáum árum síðar notar Mattis Storsson
Kringlu i útdrætti sínum en getur einskis höfundar. — Þessu
virðist ekki auðvelt að koma heim og saman.
Athugum fyrst rök Storms fyrir því að útdrættir Chr. Peder-
sens séu runnir frá handritinu sem P. Cl. þýddi eftir. Helztu
röksemdir hans eru svipaðir rithættir á nokkrum nöfnum hjá
Chr. P. og P. Cl. Helztu dæmin eru þessi: Chr. P. V 3575
Skiodz vad = P. Cl. 14 Skodsvad, Hkr.1 I 342 Skjótansvað. —
Chr. P. V 36322 Slonger = P. Cl. 23 Slonger, Hkr. I 569 Slongv-
ir (slungnir Jöfrask.). — Chr. P. V 36420 Omund = P. Cl. 24
Omund, Hkr. I 608 Qnundr. — Chr. P. V 36613 Hiaruer = P.
Cl. 27 Hieruar, Hkr. I 675 Hjgrvarðr.
Þessi dæmi sanna lítið í sjálfu sér, þar sem slikar afbakanir
geta vel komið upp hjá tveimur riturum þó að þeir fari ekki
eftir sama handriti, enda allsendis óvíst að handrit P. Cl. hafi
haft annan leshátt en Kringla á þessum stöðum. Enn fremur
má benda á miklu fleiri nöfn þar sem ritháttur er allur annar,
t. d. Chr. P. V 36530 Spormall = P. Cl. 26 Sporsnilder, Hkr. I
6511 Sporsnjallr. — Chr. P. V 36531 Siggoter = P. Cl. 26 Siurd,
Hkr. I 6511"12 Sigverkr, o. s. frv. — En miklu veigameiri sönn-
un er hins vegar að í 25. kap. Ynglinga sögu stangast P. Cl.
við Chr. P. Stjórnartímabil Auns hins gamla milli blótanna
eru hjá Chr. P. (V 360) talin 25 ár hvert, en 20 ár hjá P. Cl.
(bls. 19). Chr. P. kemur hér heim við Kringlu og Frissbók
(sbr. Isl. fornr. XXVI bls. 48, 2. nmgr.), en P. Cl. við Jöfra-
skinnu, og er sá lesháttur sennilega réttari. Eins og Storm
hefur sýnt fram á getur Fríssbók ekki verið heimild Chr. P.,
og er þá ekki um annað að ræða en að heimildin sé Kringla,
því að hæpið er að gera ráð fyrir glötuðu Hkr.-handriti, öðru
en því sem P. Cl. notaði síðar. Ekkert í útdráttum Chr. P.
mælir því í mót að Kringla geti verið heimild þeirra,2 og sé
1 títg. Finns Jónssonar, 1893—1901.
2 Sbr. Storm, Snorre Sturlassöns Historieskrivning, bls. 213.