Skírnir - 01.01.1955, Page 127
Skírnir
Hvar var Snorri nefndur höfundur Heimskringlu?
123
svo, verður enn minna hald í nafnalíkingunum hjá Chr. P. og
P. Cl., þar sem handrit P. Cl. hefur bersýnilega oft haft sömu
leshætti og Kringla, þó að það hafi yfirleitt verið skyldara
Jöfraskinnu. Sé Kringla aftur á móti heimild útdráttanna hjá
Chr. P. er næsta ósennilegt að í formála hennar hafi verið
getið höfundar, því að þá væri lítt skiljanlegt hvernig ritið
hefði mátt verða eignað Ara og ísleifi.
Víkjum nú að Laurents Hansson og síðara Hkr.-handritinu
sem hann notaði. Viðbæturnar úr þessu handriti eru ekki
miklar og aðeins í síðari hluta ritsins og í formálanum. Storm
hélt því fram að ekkert í viðbótunum stangaðist við Kringlu,
en séu þær bornar saman við þýðingu P. Cl. kemur í ljós að
ekkert verður fundið sem bendi til þess að Laurents Hansson
hafi ekki getað notað sama handritið og P. Cl. Ef nokkuð er,
sýna sumar viðbæturnar hjá L. H. frekar samstöðu með P. Cl.
en með Kringlu. Aðeins tvö dæmi skulu nefnd:
L. H. 752"3: Aarstad hoess berghen. Fittie paa storde-
land. Aualdzness i karmswnd. Vdsteenn i ryefylcke som
siden var closter. Sem i Norhordalandh.
P. Cl. 61: paa Alreckstad/ Sæm eller Fidie/ eller i
Ryefylket/ paa Vdstein/ eller Augvaldsnæs paa Karmen.
Hkr. I 1555"7: á Alreksstpðum eða Sæheimi, á Fitjum,
eða á tJtsteini, ok í Kprmt á Ogvaldznesi.
Helzti orðamunur handritanna er þessi: ‘á Fitjum’ vantar í
Fríssb.; Kringla og Jöfraskinna hafa: ‘á Ogvaldsnesi (+ok K)
í Kormt’; Jöfrask. hefur ein: ‘ok á Rogalandi at Útsteini’.
Orðin ‘i ryefylcke (-fylket)’ hjá L. H. og P. Cl. koma þannig
heim við Jöfrask. en ekki Kringlu. Þessi lesháttur er sennilega
upphaflegur, sbr. athugasemd Bjarna Aðalbjarnarsonar við
þennan stað (Isl. fornr. XXVI 143, 1. nmgr.), en Bjarni tekur
leshátt Jöfraskinnu upp í texta sinn. Að vísu skýtur L. H. inn
viðbótum við sum örnefnin i setningunni, en engin þeirra stend-
ur hjá P. Cl. nema þessi eina, sem kemur heim við Jöfrask.
Eins og áður er sagt hefur handrit P. Cl. verið skyldast
Jöfrask., og verður þá allt skiljanlegra ef L. H. hefur notað
sama handritið. Sömuleiðis koma orðin ‘i karmswnd’ (L. H.)
og ‘paa Karmen’ (P. Cl.) betur heim við Jöfrask. en Kringlu.