Skírnir - 01.01.1955, Page 128
124
Jakob Benediktsson
Skimir
L. H., viðbót við 11812: pa Dingeness ther modis sogn
och hordalandt.
P. Cl. 109: paa Dyngenas (svo) / der som Sogn oc
Hordeland modis.
Hkr. I 2871'2: Þetta var á Þinganesi, þar er mœtisk
Sogn ok Hgrðaland.
Alla setninguna vantar í Fríssbók. ‘Þinganes’ stendur aðeins
í Kringlu; Jöfrask. les ‘Digranes’, en í brotinu AM 325 VIII 1,
4to stendur ‘Dinganes’, og má vera að sá lesháttur sé upphaf-
legastur. Eðlilegast er að hugsa sér að handrit L. H. og P. Cl.
hafi hér haft iesháttinn ‘Dinganes’. Brotið AM 325 VIII 1, 4to
er af sama flokki og Jöfrask., og því væntanlega skyldara hand-
riti P. Cl. en Kringla (sbr. Isl. fornrit XXVIII, bls. XCIII).
Loks má geta þess að í þýðingu L. H. á Hkr.-formálanum
eru allmargir leshættir sem koma heim við Jöfrask. en ekki
Fríssbók og hljóta að vera runnir frá síðara handriti L. H.1
Hér er Kringla að vísu ekki til samanburðar, og verður því
ekki sannað að hún hafi ekki getað haft sömu leshætti á þess-
um stöðum. En allt um það er samstaðan við Jöfrask. athyglis-
verð og bendir í sömu átt og það sem áður hefur verið sagt.
Dæmin sem tilfærð voru hér á undan virðast mér benda
eindregið til þess að Kringla hafi ekki verið síðara handritið
sem L. H. notaði. En þó að þau verði ef til vill ekki talin full-
gild sönnun, þá er hitt víst að fáum árum síðar en L. H. lauk
við þýðingu sína notaði Mattis Storsson bæði Fríssbók og
Kringlu, en virðist ekkert vita um höfund Hkr. Þetta hefur
verið skýrt svo að fremsta blaðið af Kringlu hafi glatazt á
þeim skamma tíma sem leið á milli þess að þessir tveir menn
notuðu handritið. Þetta er að vísu hugsanlegt, en allt annað
en sennilegt. Við þetta bætist það sem áður er sagt um heimild
útdráttanna hjá Chr. Pedersen. Að öllu þessu athuguðu virð-
ist eðlilegasta og einfaldasta skýringin sú að síðara Hkr.-hand-
ritið sem Laurents Hansson notaði hafi verið það sama sem
P. Cl. þýddi eftir, og að í því handriti hafi Snorri verið nefndur
höfundur. Samkvæmt því hefur Kringla eftur á móti engan
1 Sjá útgáfu Storms á þýðingu L. H. og Hkr. I, bls. VIII—IX.