Skírnir - 01.01.1955, Page 130
126
Jakob Benediktsson
Skírnir
hafi haft formálann, og Snorra hafi þar verið eignað ritið.
Hvernig á því hefur staðið að Worm hefur notað formála L.
H., a. m. k. að einhverju leyti, skal látið ósagt. Má vera að
handrit P. Cl. hafi verið eitthvað skaddað í upphafi formálans,
svo að þurft hafi á eyðufyllingum að halda. Hvað sem því
líður verða engin rök sótt þangað gegn því að handrit P. Cl.
hafi nefnt Snorra höfund Hkr.
Að síðustu skal vikið að því atriði sem bæði Finnur Jónsson
og Storm töldu lokasönnun fyrir því að Laurents Hansson hefði
notað Kringlu. Á blaðinu sem varðveitt er úr Kringlu er lítil-
fjörlegt spássíukrot, en á því þóttust þeir báðir þekkja hönd
L. H.1 Þess ber að geta að í Fríssbók er einnig spássíukrot með
þekkjanlegri hendi L. H. En um spássíukrotið á Kringlublað-
inu er nokkuð öðru máli að gegna. 1 fyrsta lagi er þar ekki
vel læsilegt nema orðið ‘Aff’ og nokkrir máðir stafir úr tveim-
ur öðrum orðum („Aff v . . . Jar . . “), og er það í sjálfu sér
harla ótraustur grundvöllur til að reisa á honum víðtækar
ályktanir. 1 öðru lagi hef ég borið saman eiginhandarrit L. H.
(Am 93 fol. og Fríssbók) og ljósprentunina af Kringlublaðinu,
og hef engan veginn sannfærzt um að líkingin sé eins mikil og
þeir Finnur Jónsson og Storm vildu vera láta. Mér dettur ekki
í hug að neita því að L. H. hafi geíað skrifað þetta krot, en
hinu vil ég afdráttarlaust neita að hægt sé að fullyrða2 að hönd
L. H. sé á Kringlublaðinu. Hver sem vill getur borið saman
spássíukrotið í Fríssbók (t. d. á bl. 29 r) og á Kringlublaðinu,
þar sem hvorttveggja er ljósprentað, svo og við ljósmynd úr
eiginhandarriti L. H. í E. E. Johnsen, Sagasprák og stil. Skoð-
un mín er í stuttu máli sú að af spássíukrotinu á Kringlublað-
inu sé ekki hægt að draga neinar ályktanir um not L. H. á
Kringlu.
Að síðustu skal ég til glöggvunar draga saman niðurstöður
þessara athugana, án þess að vilja halda því fram að þær séu
1 Sjá De bevarede brudstykker af skindbegerne Kringla og Jöfraskinna,
bls. VI; Laurents Hanssons Sagaoversættelse, bls. III. Þess má geta að
Kringlublaðið er úr Ölafs s. helga, ekki úr þeim hluta Hkr. sem L. H. þýddi.
2 „og det aldeles sikkert . . . HSnden er . . utvivlsomt den samme“,
segir Finnur Jónsson á tilfærðum stað.