Skírnir - 01.01.1955, Page 132
YNGVI JÓHANNESSON:
SIGMUND FREUD.
Nútímamaðurinn er hreykinn af vísindum sínum, og er
varla hægt að segja, að það sé ástæðulaust, því að mörgu hafa
þau áorkað. Og þó að frumstæð sjálfsánægja mannsins hafi
stundum orðið fyrir alvarlegum hnekki af þeirra völdum, þá
hefur það stafað af svo stórum og nýstárlegum þekkingarvið-
horfum, að smæð hans sjálfs hlaut um leið að verða augljósari,
a. m .k. í bili. Þrjú dæmi eru skýr um þetta.
Hið fyrsta, þegar Nikulás Kóperníkus kollvarpaði þeirri skoð-
un, að bústaður mannkynsins, jörðin, væri miðdepill alheims-
ins og allt annað snerist kring um hana. Annað, þegar Charles
Darwin sýndi fram á, að maðurinn hefur þróazt upp úr ríki
dýranna. Hið þriðja, þegar Sigmund Freud færði sönnur á, að
meðvitund mannsins og vilji er engan veginn sá húsbóndi á
sínu heimili, sem menn höfðu hugsað sér, heldur að verulegu
leyti á valdi sterkra afla í óminnisdjúpi sálarlífsins.
Hinn þriðji þessara brautryðjenda, sem nú voru nefndir,
austurríski læknirinn og sálkönnuðurinn Sigmund Freud,
fæddist í Freiberg í Mahren (nú Príbor í Tékkóslóvakíu) 6.
maí 1856. Hann var Gyðingur, og hefur það haft sín áhrif á
persónugerð hans og æviferil. Sonur hinnar ofsóttu þjóðar
hafði ekki aðeins skarpskyggnina, heldur líka kjarkinn og vilj-
ann til þess að halda sannleikanum á lofti, þótt hann þyrfti
að standa einn árum saman gegn ímugusti og óþökk margra.
Faðir Freuds var ullarkaupmaður í Freiberg. Hann var tví-
kvæntur og átti tvo syni með fyrri konu sinni. Með hinni síðari
eignaðist hann 3 syni og 5 dætur. Sigmund var elztur þeirra
síðari barna, en hálfbræður hans voru fullorðnir, er hann
fæddist, og fyrstu leikfélagar hans voru bróðursonur hans,