Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 133
Skírnir
Sigmund Freud
129
einu ári eldri en hann sjálfur, og bróðurdóttir á líku reki.
Fjölskylduhópurinn var þannig stór og nokkuð óvenjulega
samsettur, og er líklegt, að það hafi snemma örvað hinn verð-
andi sálkönnuð til samanburðar og umhugsunar. Sigmund var
augasteinn og eftirlæti móður sinnar, og hefur það án efa lagt
grundvöllinn að hinum mikla kjarki hans og sjálfstrausti, sem
sjaldan brást honum á lífsleiðinni. Sjálfur ritaði hann síðar:
„Sá maður, sem hefur verið óumdeilt uppáhald móður sinnar,
ber alla ævi í brjósti þá sigurkennd og traust á velgengni sinni,
sem oft leiðir til raunverulegrar velgengni“.
Atvinnulíf í Freiberg var á fallandi fæti um þessar mundir,
og þá er Sigmund var þriggja ára, fluttist faðir hans búferlum
þaðan, fyrst til Leipzig, þar sem fjölskyldan dvaldist eitt ár, en
síðan til Vínarborgar, þar sem hún settist að til framhúðar.
Hálfbróðir Sigmunds fór til Englands með sína fjölskyldu og
settist að í Manchester, þar sem honum vegnaði vel. öfundaði
Sigmund bróður sinn jafnan af þeim búferlum, og alla ævi var
England óskaland hans. Má því segja, að vel færi á þvi, að
hann fékk þar hlýjar viðtökur og griðland, er hann í hárri elli
varð landflótta fyrir ofsóknum nazista.
Sigmund gekk í menntaskóla í Vínarborg og sýndi þar bæði
afburðagáfur og ástundun, var árum saman efstur i bekk sín-
um. Að loknu menntaskólanámi vildi faðir hans láta hann
sjálfráðan um að velja sér lífsstarf. Var hann í fyrstu óráðinn,
hvaða stefnu skyldi taka, og hvarflaði að honum um tíma að
læra lögfræði og fást síðan við félagsmál. En hann hafði einnig
mikinn áhuga á kenningum Darwins, sem þá voru ofarlega
á baugi. Fannst honum þar blasa við nýr skilningur á heimin-
um og von um stórfelldar nýjar þekkingarleiðir. Um þetta leyti
hlustaði hann á fyrirlestur, þar sem farið var með hina fögru
ritgerð Goethes um náttúruna*, og hafði hún þau áhrif á
hann, að hann ákvað að læra læknisfræði. Hóf hann það nám
við háskólann í Vín haustið 1873.
Háskólanámið stundaði hann af elju og áhuga, en tók þó
ekki embættispróf fyrr en 1881. Var það lengri tími en þá
‘Islenzk þýðing á henni er í Eimreiðinni 1927.
9