Skírnir - 01.01.1955, Blaðsíða 134
130
Yngvi Jóhannesson
Skímir
tíðkaðist til læknisfræðináms, en því olli fjölhliða vísindalegur
áhugi hans, er gerði honum erfitt að einskorða sig við læknis-
fræðina í þröngum skilningi. Meðal kennara hans var hinn
frægi lífeðlisfræðingur Ernst Briicke, og vann hann um hríð á
rannsóknarstofu hans við góðan orðstír. Hefði Freud verið kær-
ara að geta gefið sig eingöngu að vísindalegum rannsóknum en
að gerast læknir, en fátæktin setti honum þar stólinn fyrir
dyrnar, því að um þetta leyti var hinn aldraði faðir hans hætt-
ur að geta styrkt hann að ráði, en fyrst um sinn ekki völ á
öðrum störfum við vísindarannsóknir en illa launuðum að-
stoðarmannsstöðum. Var þá ekki annað fyrir höndum en að
leita sér atvinnu sem læknir, og hóf hann það starf sitt 1882
í kunnu sjúkrahúsi, Allgemeine Krankenhaus í Vín, þar sem
hann vann í full 3 ár. Lagði hann sig jafnan sérstaklega fram
til þess að auka þekkingu sína á mannsheilanum og skrifaði
ýmsar ritgerðir um sjúkdóma taugakerfisins, sem öfluðu hon-
um þá þegar töluverðs álits meðal stéttarhræðra hans. Varð
hann Privat-Dozent við háskólann í þessari grein 1885. Sama
ár fékk hann ferðastyrk, sem hann ákvað þegar að nota til
námsdvalar í París hjá hinum fræga taugalækni Jean Martin
Charcot (föður vísindamannsins og Islandsvinarins Jean Bap-
tiste Charcot, sem fórst með skipinu Pourqoui pas? við Island).
Charcot fékkst þá við tilraunir með dáleiðslu og rannsóknir á
móðursýki og öðrum starfrænum truflunum. Dvaldist Freud
um nokkurra mánaða skeið í París 1885—86 við heldur þröng-
an kost vegna fjárskorts, en hins vegar taldi hann sér ómetan-
legan ávinning að hafa kynnzt Charcot og lært af honum.
Þýddi hann fyrirlestra Charcots á þýzku og lét seinna einn
sona sinna heita Martin i höfuðið á meistaranum.
Freud hafði heitbundizt konu sinni, Mörthu Bernays, 1882,
en sökum fátæktar gátu þau ekki gengið i hjónaband og
stofnað heimili fyrr en eftir rúm 4 ár, er hann kom aftur heim
til Vínar eftir dvölina í París. Hóf hann þá starf á eigin lækn-
ingastofu 1886, en hélt einníg áfram kennslustörfum við há-
skólann. Þröngt var í búi framan af, en fór þó allt vel, enda var
konan bæði fyrirmyndar eiginkona og húsmóðir. Freud var
einnig ágætur heimilisfaðir og hjónabandið farsælt, en það