Skírnir - 01.01.1955, Síða 135
Skímir
Sigmund Freud
131
stóð í 53 ár, þar til hann andaðist. Bömin urðu sex, þrír synir
og þrjár dætur. Eitt þeirra, dóttirin Anna Freud, fetaði í fót-
spor föður síns og hélt áfram sams konar rannsóknum. Hefur
hún einnig ritað mikils metnar bækur um sálkönnun og upp-
eldismál.
f Vínarborg lifði og starfaði Freud svo að segja alla sína
löngu ævi, þar af 47 ár í sama húsinu, Berggasse 19, þar sem
hann hafði bæði íbúð sína og lækningastofur. Líf hans var
mjög reglubundið. Flesta virka daga sinnti hann sjúklingum
sínum allan daginn, en ritaði hinar frægu bækur sínar á kvöld-
in og fram á nætur. Hann tók mjög lítinn þátt í félagslífi.
Helzt var, að hann færi stundum í leikhús eða heyrði hljóm-
leika. Verulega söngelskur var hann þó ekki. Hins vegar las
hann mikið og á ýmsum málum, enda var hann málamaður
góður, kunni ensku og frönsku ágætlega og var einnig vel að
sér í grísku, latínu og hebresku. Þá hafði hann og á unglings-
árum sínum lært af sjálfsdáðum og kennaralaust ítölsku og
spænsku. Ein helzta skemmtun hans var að spila á spil á
laugardagskvöldum við nokkra vini sína. Á sumrin tók hann
sér venjulega góða hvíld frá störfum um tíma og ferðaðist þá
töluvert, einkum um nálæg héruð og til Ítalíu. Hann hafði
áhuga á fornminjum og safnaði nokkru af fornum munum.
Þau útgjöld voru hin eina eyðslusemi hans, ef nefna mætti
svo.
Ævi Freuds var tilbreytingarlítil hið ytra og eiginlega at-
burðasnauð lengst af. En hið innra líf hans var þeim mun at-
burðaríkara, og aðalefni ævisögu hans, hversu stutt sem er,
hlýtur að sjálfsögðu að vera þroskaferill hans og afrek sem
hugsuðar og vísindamanns.
Á stúdentsárum sínum hafði Freud séð dáleiðslu hjá „segul-
magnaranum“ Hansen og þá þegar sannfærzt um raunveru-
leika dáleiðslunnar, sem mjög margir vísindamenn um þær
mundir drógu í efa. Hjá Charcot í París kynntist Freud fyrst
og fremst rannsóknum hans á móðursýkinni. Fram að þeim
tíma hafði hún oft verið talin uppgerð eða þá „ímyndun“,
en Charcot sannfærði menn um það, að móðursýkin, með öll-
um sínum breytilegu einkennum, væri raunverulegur sjúk-