Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 138
134
Yngvi Jóhannesson
Skírnir
sóknum. Var eins og hann hefði misst áhugann, enda mun
hann eklti hafa átt auðvelt með að tileinka sér sum ný sjónar-
mið Freuds.
Freud leitaði við að endurbæta og fullkomna útræsluaðferð-
ina, og leið ekki á löngu, að hann gerði nýjar og mikilvægar
uppgötvanir. 1 fyrstu notaði hann dáleiðslu mikið í lækning-
um sínum, oft með góðum árangri. En þó varð hann brátt
óánægður með dáleiðsluna, og kom þar einkum tvennt til.
1 fyrsta lagi var árangurinn næsta óútreiknanlegur og stund-
um endingarlítill eða háður geðrænum tengslum sjúklingsins
við lækninn. 1 öðru lagi var ekki hægt að dáleiða nærri alla,
eða ekki nógu rækilega. Frægustu dáleiðslulæknar um þessar
mundir voru Liébault og Bernheim í Nancy á Frakklandi, og
þýddi Freud á þýzku tvær bækur Bernheims um hughrif og
dáleiðslu, en auk þess dvaldist hann um tíma í Nancy smnarið
1889 til þess að læra af lionum. Hann fór þangað með einn
sjúklinga sinna, sem ávallt fékk afturköst, þótt bati fengist í
bili, og hélt Freud, að það kynni að stafa af því, að dáleiðslan
væri ekki nógu djúp. Bernheim reyndi mikið við þennan sama
sjúkling, en með engu betri árangri.
Upp úr þessu hætti Freud að mestu við dáleiðsluna, en hún
hafði meðal annars gert það gagn að rifja upp gleymdar endur-
minningar. Til þess þurfti þá önnur ráð, og nú fann Freud
upp aðferð hinna svonefndu frjálsu hugsanatengsla. Hann
lagði fyrir sjúklinga sína að sleppa í viðtalstímanum allri vilj-
andi umhugsun, en aðeins taka eftir og segja það, sem kæmi
sjálfkrafa í hugann, án alls undandráttar, einnig þótt þeim
fyndist það óþægilegt eða hneykslanlegt, þýðingarlaust,
heimskulegt eða út í hött. Hann gerði ráð fyrir, og reynslan
sannaði, að það var rétt, að þessar „frjálsu“ hugdettur væru
ekki nein tilviljun, heldur beint orsakaðar af ómeðvituðum
hugarstraumum, og ættu sín tengsl, þótt torráðin kynnu að
vera, við það, sem að amaði, og raunar allt líf sjúklingsins.
Með því að víkja allri gagnrýni til hliðar samkvæmt því, sem
áður var sagt, fékkst með þessari aðferð fjöldi af hugdettum,
sem leitt gátu á sporið til að finna það, sem sokkið hafði í
óminnið. Hið gleymda efni sjálft færði þær að vísu sjaldan