Skírnir - 01.01.1955, Side 139
Skírnir
Sigmund Freud
135
umsvifalaust, en svo skýrar og margvíslegar bendingar, að
hægt var að ráða í það smám saman. Frjáls hugsanatengsl og
túlkun þeirra leysti þá það sama af hendi og dáleiðslan hafði
gert.
f fljótu bragði virðist þessi aðferð flóknari og fyrirhafnar-
meiri, en ávinningurinn var sá fyrst og fremst, að hún varpaði
ljósi á átök innri afla, sem dáleiðsluástandið hafði enga hug-
mynd gefið um. Freud veitti þvi eftirtekt, að þegar hann leitað-
ist við að lyfta hulu hinnar djúpu gleymsku, þar sem sjúk-
dómsorsakimar lágu, rakst hann sífellt á sterka mótspyrnu af
sjúklingsins hálfu. Allt það, sem freistaði sjúklingsins að láta
hugdettur sínar ósagðar eða draga undan eitthvað af þeim,
var tjáning þessarar innri mótspyrnu. Lá nærri að álykta, að
þar birtust sömu öflin, sem á sínum tíma höfðu orsakað
gleymskuna, hmndið hinni ógeðfelldu reynslu eða hugsun úr
meðvitundinni. Þetta kallaði Freud bœlingu, og þar með var
fundið grundvallaratriði til orsakaskýringar á einkennum sefa-
sýkinnar.* Þær hugsanir og geðshræringar, sem sjúkdómsein-
kennin komu í staðinn fyrir, höfðu ekki gleymzt af neinni til-
viljun eða út í bláinn og heldur ekki af neinum meðfæddum
samhæfingarskorti sálarlífsins, eins og franski sálfræðingurinn
P. Janet hafði haldið fram, heldur höfðu önnur öfl í sálinni
þokað þeim frá, bælt þær niður í óminnið. Þá gat orka þeirra
ekki dreifzt nægilega eða hjaðnað á eðlilegan hátt við um-
hugsun og útrás, en bælingin hafði hins vegar ekki tekizt betur
en það, að þessi orka hafði síðan getað rutt sér braut á óvenju-
legum leiðum sem hin torskildu sjúkdómseinkenni.
Tilefni bælingarinnar og þar með undirrót allrar sefasýki,
og einnig margrar geðveiki, var þannig fyrst og fremst stríð
tveggja andstæðra afla í sálarlífinu. Og reynslan sýndi, að það
var meðvitundin eða sjálfið, sem stóð fyrir bælingunni, eink-
um á grundvelli siðgæðis- og siðprýðihugsjóna, en hitt, sem
meðvitundin var að verjast og bældi niður, var ýmsar eigin-
gjarnar og grimmúðugar hugarhræringar, sem kalla mætti í
‘Orðið sefasýki er hér notað um Psychoneurose. En sú tegund hennar,
sem nefnist á þýzku Hysterie, er hins vegar kölluð hér móðursýki, eins og
lengi hefur verið gert á islenzku.