Skírnir - 01.01.1955, Qupperneq 140
136
Yngvi Jóhannesson
Skirnir
einu orði vondar, en sérstaklega ýmsar kynlífsóskir, oft af
grófasta og forboðnasta tagi. Ekki er torskilið, að öld yfirborðs-
siðunar og yfirdrepsskapar hefði litla samúð með slíkum skýr-
ingum.
Freud hafði byrjað að nota dáleiðslu reglubundið síðast á
árinu 1887, en útræsluaðferð Breuers á miðju ári 1889. Haustið
1892 fór hann að slá slöku við dáleiðsluna, en hætti henni með
öllu eftir 1896, þar sem hann náði betri árangri án hennnr.
Hina nýju aðferð sína kallaði hann Psychoanalyse, þ. e. sál-
greiningu eða sálkönnun*. Aðaltæki hennar voru hin frjálsu
hugsanatengsl, og sú aðferð gerði honiun fært að rannsaka
nánar hin ómeðvituðu lög sálarlífsins, allt það, sem hann kall-
aði einu nafni óvitund (das Unbewusste). Freud notaði ekki
orðið undirvitund, sem hann taldi óhentugt, þar sem það
vekti hugmynd um aðra meðvitund, sem hér væri ekki um að
ræða (orðið „dulvitund” hefur sama ókost), heldur algerlega
ómeðvitað sálarlífssvið, sem meðvitundin nær aldrei til bein-
línis. Hins vegar gerir hann ráð fyrir öðru efra sviði undir
skör vitundarinnar, sem hann kallar forvitrmd (das Vorbe-
wusste), og svarar það nokkurn veginn til þess, sem kallað
hefur verið undirvitund.
Sumarið 1897 tók Freud að beita hinni nýju rannsóknar-
aðferð sinni við sjálfan sig. Sjálfsgreining hans hefur efalaust
verið mesta þrekvirki hans á ævinni, þar sem hann var í þessu
efni frumherji á algerlega ókunnum stigmn, óstuddur af öðr-
um. Eigin sálgreining mun fæstrnn fær, nema þá að litlu leyti,
en hér fór saman snilligáfa Freuds og hið dæmafáa sálar-
þrek hans. Hann mun um þessar mundir hafa átt við ýmsa
innri örðugleika að stríða sjálfur, en læknaði sig af þeim, um
leið og hann lagði grundvöllinn að hinni nýju vísindagrein
sinni. Tveir frumlegustu þættirnir í vísindastarfi Freuds
standa í nánu sambandi við þessa sjálfsgreiningu, en þeir eru
ráðning hans á gátu draumlífsins og skilningur hans á kynlífi
bemskunnar.
’Orðið Psychoanalyse var upprunalega notað um lækningaraðferðina, en
síðar einnig um fræðikerfið í heild sinni. Mætti e. t. v. nota bæði íslenzku
orðin þannig, að láta þau hafa þennan merkingarmun.