Skírnir - 01.01.1955, Side 141
Skímir
Sigmund Freud
137
Ráðning eigin drarnna skipti ef til vill mestu máli á þessu
skeiði, því að þar fékk Freud mestan efniviðinn til sjálfsgrein-
ingar sinnar, enda samdi hann um leið frægasta rit sitt, Die
TraumcLeutung (Draumráðning), sem kom út árið 1900. Með
því að beita aðferð hinna frjálsu hugsanatengsla við drauma,
bæði sjálfs sin og sjúklinga sinna, hafði hann fundið nýja leið
til þess að skyggnast niður í óminnisdjúp sálarlífsins. Við
drauma er aðferðin þannig, að drcymandinn beinir eftirtekt
sinni að einstökum atriðum draumsins, hverju eftir annað, og
athugar, hvað þá kemur sjálfkrafa í hugann. Reynslan sýnir,
að með tíma og æfingu tekst að skilja mjög marga drauma
á þennan hátt, þótt fráleitir kunni að virðast, og um leið hafa
menn fengið það hnoða, sem oft leiðir þá djúpt niður í völ-
undarhús óvitundar þeirra og fortíðar.
Freud setur fram þá almennu reglu um draumana, að þeir
séu svefnvernd, og viðleitni þeirra til að halda í svefninn birt-
ist í ímynduðum óskauppfyllingum. Einhverjar truflanir
knýja á, ytri eða innri, en óskhugsun mannsins reynir að
verjast þeim með því að breyta þeim í sefandi draum. Margir
draumar eru einfaldir og auðskildir, einkum hjá börnum:
Draumurinn veitir eitthvað, sem veruleikinn synjaði mn.
Venjulega er nærtækt tilefni draums einhverjar hugsanir eða
atvik frá deginum, e. t. v. lítilfjörlegt, en stundum ólokið við-
fangsefni eða áhyggjuefni, og í rauninni er skynsamlegt og
skiljanlegt hugsunarstarf á bak við drauminn. En hjá full-
orðnu fólki birtist það þó jafnaðarlega í öðrum búningi í
draumnum, er orðið að undarlegum fjarstæðum og órum,
stundum likast einhvers konar krossgátum eða getraumnn,
fullum af dylgjum og bendingum.
En hvers vegna er allur sá umsnúingur, hví eru margir
draumar svona undarlegir og fjarstæðir, fyrst þeir fjalla í
rauninni um sama efni og hugsanalíf vökunnar? Skýringin á
því er hin sama og á einkennum sefasýkinnar: Árekstrar and-
stæðra afla og málamiðlanir milli þeirra. Draumar barna eru
oft auðskildir af því, að þeir eru einföld og óbjöguð óskarupp-
fylling. En fljótt er þar komið þróun sálarlífsins, að maðurinn
býr líka yfir óskum, sem hann viðurkennir ekki og vill ekki