Skírnir - 01.01.1955, Síða 142
138
Yngvi Jóhannesson
Skírnir
vita af. Sálarlíf mannsins er ekki nein samræm eða órofa
heild, þar sem allt er í sátt og samlyndi. Það er líkara ríki,
þar sem drottnandi yfirstétt verður að hafa sig alla við til
þess að halda í skefjum uppreisnargjörnum og nautnafúsum
lýð. Allt það, sem fram fer í sálinni og leitar sér tjáningar í
hugsunum vorum, er runnið af rótum þeirra blindu éSlishvata,
sem oss eru áskapaðar. Þær eru hin andlega orkuhnd, hreyf-
illinn, sem knýr sálarskipið. En hins vegar er lífsstjórn með-
vitundarinnar, mótuð af öflum uppeldis og siðunar. Þessar
hvatir eru ekki allar jafn-leiðitamar við þau öfl, ekki alltaf
auðvelt að fá þær til að semja sig að kröfum umheimsins og
mannfélagsins. Ýmsar þeirra hafa haldið sínu upprunalega
og óstýriláta eðli, og ef vér létum þær ráða, mundu þær steypa
oss í glötun. 1 þessu efni hefur maðurinn lært af óþægilegri
reynslu og þróað með sér ákveðna skapgerðarþætti, nokkurs
konar innri löggæzlu, svo sem siðvendni og samvizku, sem
leggja hömlur á beina tjáningu hvatanna. Þær óskahræringar
og langanir, sem rísa upp úr djúpi hvataorkunnar, verða að
ganga undir eins konar próf hjá þessum innri yfirvöldum,
og standist þær það ekki, er þeim vísað á bug og synjað fram-
kvæmdar. Að jafnaði er allt þetta ómeðvitað, oss órar varla
fyrir hinrnn hættulegu öflum, sem búa niðurbæld langt undir
skör vitundarinnar. Takist þeim að brjótast einhvers staðar
fram án stjórnar, annað hvort til meðvitundarinnar eða hreyfi-
starfsins, eða hvort tveggja, þá erum vér ekki lengur fyllilega
heilbrigðir, og geta þá komið í ljós einhver hinna margvíslegu
einkenna sefasýkinnar eða geðveikinnar, sem einnig eru ein-
hvers konar torskilinn umsnúningur eins og draumarnir. En
í svefnástandi, einnig hjá heilbrigðum manni, fá þessi öfl
dálítið meira svigrúm en í vökunni.
Hinar stöðugu hömlur, hin óslitna bæling, sem kröfur sam-
félags og siðmenningar hafa lagt manninum á herðar, kostar
mikla andlega áreynslu, enda þótt hann viti eiginlega ekki af
því, og einhver hvíld frá henni er bráðnauðsynleg. Til þess er
nætursvefninn vel fallinn; þá liggur hreyfistarfið niðri, svo að
lítil hætta er á ferðum. Hin innri yfirvöld slaka þá á sinni
ströngu löggæzlu, þótt þau hætti henni að vísu ekki alveg.